Netbanki Arion banka

Með aðgangi að netbankanum getur þú stundað öll þín helstu bankaviðskipti hvar og hvenær sem þér hentar.

Óprúttnir aðilar reyna í auknum mæli að komast yfir viðkvæmar upplýsingar á borð PIN-númer debet- og kreditkorta eða notendanöfn og lykilorð að netbönkum. Sú leið sem oftast er farin er í gegnum tölvur notenda og því geta fjármálafyrirtæki einungis varist þessari hættu með aðstoð viðskiptavina sinna.

Samtök banka og fjármálafyrirtækja hafa sett saman lista yfir atriði sem hafa ber í huga til þess að vernda upplýsingar sem veita aðgang að viðkvæmum gögnum á borð við þær sem að ofan eru nefndar.


Listanum er skipt í þrjá hluta:

Við mælum með því að allir kynni sér gátlista yfir öryggisatriði sem gefinn er út af Samtökum banka og verðbréfasjóða - sé farið eftir honum minnkar hættan á því að viðkvæmar og persónulegar upplýsingar komist í hendur annarra, og á það jafnt við notkun netbanka og annarra vefsíðna á borð við Amazon, eBay og fleiri.

Sjá nánar gátlista öryggisatriða frá Samtökum fjármálafyrirtækja