Við hjá Arion banka endurskoðum sífellt stjórnarhætti okkar til að bregðast við nýjum atburðum, breytingum á lögum og þróun hér heima og erlendis. Bankanum er stjórnað innan þess ramma sem meðal annars er settur fram í leiðbeiningum útgefnum árið 2012 af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Þessi rammi tryggir upplýsingagjöf, gagnsæi og eykur ábyrgð.