Einkabankaþjónusta

Einkabankaþjónusta er sérsniðin eignastýring og bankaþjónusta fyrir efnameiri viðskiptavini, fyrirtæki, sjóði og stofnanir.

Þinn árangur er okkar markmið

Þú færð þinn viðskiptastjóra sem sér um allt er snýr að fjármálum þínum, byggir upp dreift eignasafn sniðið að þínum þörfum og tryggir að þú fáir framúrskarandi bankaþjónustu.

Viðskiptastjóri fylgist náið með hreyfingum á markaði og gerir breytingar á eignasafninu samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu sem mótuð er í samræmi við markmið þín. Viðskiptastjórinn er með góða innsýn á fjármálamarkaðinn og aðgang að færustu sérfræðingum á sviði fjármála. Þú færð aðgang að sérfræðingum í lífeyrismálum, tryggingum, skatta- og erfðamálum svo þú og þínir nái árangri í nútíð og framtíð. Einnig færðu betri kjör á bankaþjónustu, hefur kost á okkar bestu greiðslukortum og fjölbreyttari lausnum þegar kemur að útlánum.

Persónuleg tengsl, trúnaður og góð yfirsýn

  • Gott samband og beint aðgengi að eigin viðskiptastjóra með símtölum, tölvupóstum eða reglulegum fundum.

  • Eingöngu viðskiptastjórar Einkabankaþjónustu hafa aðgang að fjárhagsupplýsingum.

  • Ítarlegt yfirlit um stöðu og ávöxtun er sent ársfjórðungslega auk þess sem hægt er nálgast greinargóð yfirlit í appi og netbanka.

  • Aðgengi að viðburðum og fræðslu á vegum Einkabankaþjónustu.

Hvaða þjónustuleið hentar þér?

Eignastýring

Í eignastýringaþjónustu sjáum við um að stýra safninu og taka allar ákvarðanir um kaup og sölu eigna í samræmi við fyrirfram ákveðna fjárfestingarstefnu sem miðuð er að þínum þörfum.


Lágmarksfjárhæð í eignastýringu er 50 milljónir króna.

Eignaráðgjöf

Í eignaráðgjöf sérð þú um að taka ákvarðanir um fjárfestingar frá degi til dags en viðskiptastjóri veitir upplýsingar um stöðu markaða, gefur ráðleggingar um fjárfestingartækifæri og framkvæmir viðskipti.

Lágmarksupphæð er 100 milljónir króna.

Við tökum vel á móti þér

Þú getur komið til okkar á fund eða við finnum aðra leið til að hittast og fara yfir málin. Að koma í viðskipti er einfalt og ferlið er rafrænt, öruggt og þægilegt.

Starfsfólk Einkabankaþjónustu hefur langa reynslu og sérfræðiþekkingu á stýringu eignasafna.

Fylltu út formið til að bóka fund og við tökum vel á móti þér.

Starfsfólk Arion Einkabankaþjónustu

Kolbeinn Þór Bragason
Forstöðumaður
kolbeinn.bragason@arionbanki.is

Gunnar Andrésson
Viðskiptastjóri
gunnar.andresson@arionbanki.is

Magnús Már Leifsson
Viðskiptastjóri
magnus.mar.leifsson@arionbanki.is

Björg Kristinsdóttir
Viðskiptastjóri
bjorg.kristinsdottir@arionbanki.is

Helena Kristín Brynjólfsdóttir
Viðskiptastjóri
helena.brynjolfs@arionbanki.is

Sigurrós Lilja Grétarsdóttir
Viðskiptastjóri
sigurros.gretarsdottir@arionbanki.is

Eiríkur Önundarson
Viðskiptastjóri
eirikur.onundarson@arionbanki.is

Jóhanna Thorlacius
Sérfræðingur
johanna.thorlacius@arionbanki.is

Þorsteinn Freyr Þorsteinsson
Viðskiptastjóri
thorsteinn@arionbanki.is