Viðbótarlífeyrissparnaður

Lífeyrisauki, viðbótarlífeyrissparnaður Arion er einföld leið til að auka tekjurnar og spara um leið. Hvort sem þú ert að spara til efri áranna eða til að auðvelda þér íbúðakaupin þá er viðbótarlífeyrissparnaður góð leið.

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Innskráning á mínar síður

Lífeyrismálin eru 
í Arion appinu

Í Arion appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Ef þú ert ekki með viðbótarlífeyrissparnað hjá Arion banka nú þegar getur þú stofnað hann í Appinu með nokkrum smellum.

Í appinu er hægt að: 

  • Stofna viðbótarsparnað og byrja að spara
  • Flytja annan viðbótarsparnað til Arion banka með einföldum hætti - NÝTT
  • Fylgjast með núverandi stöðu og þróun inneignar frá upphafi
  • Sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur
  • Skoða yfirlit yfir ráðstöfun viðbótarsparnaðar inn á íbúðalán og sjá hvort greiðslur séu virkar
  • Þetta og meira til er að finna í Arion appinu

Sækja Arion appið fyrir iOSSækja Arion appið fyrir Android

Nánar um appið

Reiknaðu út þinn sparnað

Hlutfall af launum
Inneign við 70 ára aldur
Reiknivélin sýnir þróun á áætlaðri inneign m.v. uppgefnar forsendur og 3,5% raunávöxtun. Athugið að niðurstaðan er eingöngu sett fram í dæmaskyni.
Þitt framlag
Mótframlag
Ávöxtun

Hvernig virkar viðbótarlífeyrissparnaður

Í viðbótarsparnaði leggur þú 2 eða 4% af launum í fjárfestingarleið að eigin vali. Til viðbótar færð þú 2% launahækkun í formi mótframlags frá launagreiðanda þínum í sparnaðinn.

Launagreiðandi sér um að standa skil á sparnaðinum og þú getur svo t.d. nýtt hann til að fjármagna íbúðarkaup skattfrjálst eða brúa bilið þegar ráðstöfunartekjur lækka við starfslok.

Viðbótarsparnaður erfist jafnframt við andlát og þurfa erfingjar ekki að greiða erfðafjárskatt. Það má því einnig líta á sparnaðinn sem einskonar líftryggingu fyrir erfingja.

Kostir viðbótarsparnaðar

2% launahækkun

Ef þú leggur 2-4% af launum í viðbótarsparnað færðu almennt 2% mótframlag frá launagreiðanda þínum. Ert þú nokkuð að fara á mis við launahækkun?

Skattfrelsi við íbúðakaup

Þú getur auðveldað þér íbúðakaupin með skattfrjálsum viðbótarsparnaði. Hægt er að greiða viðbótarsparnað skattfrjálst inn á íbúðalán og ef þú ert að kaupa fasteign áttu möguleika á að nýta viðbótarsparnaðinn til að auðvelda þér kaupin.

Erfist að fullu

Ef þú fellur frá þá fer inneign þín að fullu til erfingja. 

Þægilegur sparnaður

Þú gerir samning, tilkynnir um launagreiðanda og fylgist með í Arion appinu. Launagreiðandi sér um að standa skil á sparnaðinum. Sparnaðurinn er laus við 60 ára aldur.

Úrval fjárfestingarleiða

Þú getur valið á milli mismunandi fjárfestingarleiða sem mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu. 

Skattahagræði

Enginn tekjuskattur er við innborgun heldur við útgreiðslu, enginn fjármagnstekjuskattur af ávöxtun og enginn erfðafjárskattur af inneign við andlát. Sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot. 

Skattfrjálsu úrræðin eru tvö

Það eru tvö úrræði í boði sem gera þér kleift að fjármagna íbúðakaup skattfrjálst. Í báðum úrræðunum er boðið upp á sömu tvær leiðirnar; húsnæðissparnað þ.e. uppsafnaða eingreiðslu iðgjalda frá 1. júlí 2014 vegna þeirra launatímabila sem þú varst ekki íbúðaeigandi og reglulegar greiðslur framtíðariðgjalda inn á lán sem gildir um launatímabil frá því að sótt er um ráðstöfun þar til tímabili úrræðis lýkur.

Úrræði fyrstu íbúðar

Þú getur sótt um úrræði fyrstu íbúðar á skattur.is ef minna en 12 mánuðir eru frá kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær yfir tíu ára samfellt tímabil. 

Nýtt! Úrræði fyrstu íbúðar gildir líka um þá sem hafa ekki átt íbúð síðastliðin 5 ár. Í úrræði fyrstu íbúðar er hægt að nýta bæði viðbótarsparnað og tilgreinda séreign skattfrjálst.

Nánar

Almenna úrræðið 

Þú getur sótt um almenna úrræðið á leidretting.is ef ekki er um fyrstu íbúðakaup að ræða eða ef meira en tólf mánuðir eru frá kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024.

Nánar

Greinar

22. febrúar 2024

Yfirlit hafa verið birt

Yfirlit um iðgjaldagreiðslur á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 13. febrúar 2024 hafa verið birt á Mínum síðum. Á yfirlitinu má einnig sjá stöðuna m.v. 13. febrúar 2024.

Nánar

14. febrúar 2024

Fræðslufundur

Fræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion banka miðvikudaginn 21. febrúar kl. 12:00. Fundurinn er fyrir sjóðfélaga og aðra áhugasama um málefni...

Nánar