Nýtum stafræna bankaþjónustu í öryggisskyni

Nýtum stafræna bankaþjónustu í öryggisskyni

Nýtum stafræna bankaþjónustu í öryggisskyni - mynd

Í öryggisskyni hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta sér stafrænar þjónustuleiðir bankans svo sem app og netbanka. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver í síma 444 7000 og hafa samband við okkur í gegnum netspjall á www.arionbanki.is og í gegnum netfangið arionbanki@arionbanki.is.

Við núverandi aðstæður þurfum við að huga sérstaklega að heilsu viðskiptavina og starfsfólks. Þó að áfram sé veitt hefðbundin þjónusta í okkar útibúum þá munu færri starfsmenn sinna þjónustunni þar. Við biðjum því viðskiptavini að nýta framangreindar þjónustuleiðir eins og hægt er og takmarka þannig komur í útibú, sérstaklega á þetta við um viðskiptavini sem finna fyrir flensueinkennum.

Við mælum með notkun greiðslukorta og bendum á öryggi þess að greiða með snertilausum lausnum, svo sem síma eða úrum.

Þeim sem kjósa að nýta seðla bendum við á hraðbankana okkar sem flestir bjóða bæði upp á úttektir og innlagnir.