Arion banki býður einstaklingum greiðsluhlé vegna Covid-19

Arion banki býður einstaklingum greiðsluhlé vegna Covid-19

Arion banki býður einstaklingum greiðsluhlé vegna Covid-19 - mynd

Arion banki kemur til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir.

Ef þörf er á frekari sveigjanleika er farið yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini.

Nánari upplýsingar er að finna á vef bankans en einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið greidsluhle@arionbanki.is.