Við hvetjum til notkunar snertilausra greiðslulausna

Við hvetjum til notkunar snertilausra greiðslulausna

Við hvetjum til notkunar snertilausra greiðslulausna - mynd

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar, COVID-19, en samkvæmt ráðleggingum embættis landlæknis þarf meðal annars að huga vel að yfirborðsflötum t.d. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám.

Samhæfingarstöð almannavarna hvetur nú til notkunar á snertilausum greiðslulausnum en á þann hátt sleppa viðskiptavinir við að slá inn pin númer. Sjá meðfylgjandi erindi.

Viðskiptavinir Arion banka geta skráð bæði debet- og kreditkort í Apple Pay eða Arion appið (Android) og borgað með símanum eða úrinu. Þeir sem hafa ekki virkjað þessar greiðsluleiðir geta gert það með einföldum hætti, sjá leiðbeiningar hér.

Engar upphæðatakmarkanir eru á greiðslum með snjallsímum og úrum. Þá bendum við á að hægt er að nota snertilausa virkni greiðslukorta en hámarksfjárhæð færslna er kr. 5.000 í hverri greiðslu.