Nú fjórða árið í röð hefur Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, ferðast um landið á vegum Arion banka og frætt ungmenni á aldrinum 12 til 16 ára um fjármál. Vegna mikillar aðsóknar og fjölda fyrirspurna var ákveðið að bæta við fyrirlestri í byrjun maí og sem fyrr var fullur salur. Á þessu ári hafa um tvö þúsund ungmenni og foreldrar sótt fyrirlestrana og virðast jafnt ungir sem aldnir hafa gagn og gaman af.
Það hefur verið ánægulegt að sjá hversu viðtökurnar hafa verið góðar en alls hafa á undanförunum árum yfir 10 þúsund stelpur, strákar, mömmur og pabbar sótt fyrirlestra Jóns. Jón gefur unga fólkinu góð ráð um meðferð fjármuna, ræðir grundvallaratriði í fjármálum einstaklinga og heimila, og endar svo kvöldið á því að taka lagið. Næsta haust er fyrirhugað að halda fyrirlestrunum áfram og hlökkum við til að segja betur frá því síðar.
Þess má geta að fyrirlestrarnir eru unnir í samstarfi við Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi. Arion banki hefur undanfarin ár verið aðalbakhjarl stofnunarinnar og hefur Breki leitt fjármálafræðslu bankans þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra sem eru öllum opnir og gestum að kostnaðarlausu.
Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun nýja hagspá á vel sóttum fundi í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kristbjörg hefur undanfarna mánuði gegnt stöðu útibússtjóra í Borgartúni og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða...
Arion banki hlaut í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku.
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.