Í gær var skrifað undir samninga um kaup bandaríska fasteignafélagsins Carpenter & Company á hótelreitnum við Hörpu. Kolufell ehf. er seljandi lóðarinnar en Arion banki á 70% í félaginu, aðrir eigendur eru Mannvit og Tark. Carpenter og Company hefur mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður Ameríku og samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur.
Jafnframt var undirritaður samningur við Marriott Edition hótelkeðjuna um rekstur fimm stjörnu, 250 herbergja hótels á reitnum.
Arion banki hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu verkefni og kemur að ýmsum hliðum þess. Arion banki hefur unnið að skipulagi fjármögnunar verkefnisins og lánsfjármögnun og átti frumkvæði að aðkomu Eggerts Dagbjartssonar og bandaríska fasteignafélagsins Carpenter & Company.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:
„Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggerti Dagbjartssyni sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður Ameriku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur. Samningur við Marriott Edition um rekstur fimm stjörnu hótels á Hörpureitnum sýnir að verkefnið er komið í góðan farveg. Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“
Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun nýja hagspá á vel sóttum fundi í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kristbjörg hefur undanfarna mánuði gegnt stöðu útibússtjóra í Borgartúni og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða...
Arion banki hlaut í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku.
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.