Arion banki og Ungir fjárfestar efndu til ráðstefnunnar Fjárfestingar í sprota- og vaxtafyrirtækjum þann 6. október síðastliðinn.
Undanfarin misseri hefur áhugi viðskiptalífsins og almennings á frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum aukist umtalsvert. Á ráðstefnunni var farið yfir hvernig stuðningsumhverfið hefur vaxið og dafnað síðustu ár og hvernig fjárfestar vinna með frumkvöðlum í þeirri vegferð sem fyrirtækjarekstur er á fyrstu stigum.
Ráðstefnan var vel sótt af fólki á öllum aldri víðsvegar að úr samfélaginu.
Eftirfarandi fyrirlesarar voru með erindi:
Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður Arion banka í nýsköpun. Einar Gunnar ræddi um breytingar í fjármögnunarumhverf sprota á Íslandi og hvernig Arion banki hefur fjárfest í sprotum í gegnum Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík og hvernig þeim fyrirtækjum hefur vegnað hingað til.
Magnús Ingi Óskarsson, frumkvöðull og englafjárfestir. Magnús Ingi ræddi um hvernig hann vinnur og eftir hverju hann leitar í samstarfi sínu við sprotafyrirtæki.
Svana Gunnarsdóttir, sjóðsstjóri hjá Frumtaki. Svana ræddi um hvernig framtaksfjárfestir (e. venture capital investor) horfir á sprotafyrirtæki og hvernig vinnu Frumtaks er háttað.
Alexander Jensen Hjálmarsson, formaður Ungra fjárfesta og Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar Arion banka opnuðu fundinn.
Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun nýja hagspá á vel sóttum fundi í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kristbjörg hefur undanfarna mánuði gegnt stöðu útibússtjóra í Borgartúni og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða...
Arion banki hlaut í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku.
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.