Snjalltækjavæðing síðustu ára hefur haft í för með sér mikla breytingu á hegðun og kröfum viðskiptavina. Við höfum því snjalltækjavætt netbankann þannig að nú geta viðskiptavinir okkar stundað bankaviðskipti í netbankanum í mjög notendavænu umhverfi sem er aðlagað að skjástærð notenda, hvort sem um er að ræða síma, iPad eða í tölvu.
Í nýjustu útgáfu netbankans voru einnig gerðar minniháttar breytingar á útliti og virkni.
Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun nýja hagspá á vel sóttum fundi í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kristbjörg hefur undanfarna mánuði gegnt stöðu útibússtjóra í Borgartúni og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða...
Arion banki hlaut í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku.
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.