Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 8. desember 2015 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum og skráðum flokki, REITIR151244, og í nýjum flokki, REITIR151124. Tilgangur útboðsins var að endurfjármagna núverandi skuldir félagsins, styðja við þróun þess og auka fjölbreytni fjármögnunar.
Alls bárust tilboð í flokkana að nafnvirði 9.650 milljónir króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.280 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,41% í flokknum REITIR151124 og að nafnvirði 2.520 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,45% í flokknum REITIR151244.
Fjárfestingarbankasvið Arion banka hafði umsjón með útboði skuldabréfanna og mun hafa umsjón með skráningu skuldabréfaflokksins REITIR151124 á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Nánar má lesa um skuldabréfaútboðið hér.
Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun nýja hagspá á vel sóttum fundi í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kristbjörg hefur undanfarna mánuði gegnt stöðu útibússtjóra í Borgartúni og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða...
Arion banki hlaut í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku.
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.