Arion banki semur við Citigroup Global Markets Limited (Citi) um ráðgjöf við fyrirhugaða sölu hlutafjár í Valitor

Arion banki semur við Citigroup Global Markets Limited (Citi) um ráðgjöf við fyrirhugaða sölu hlutafjár í Valitor

Arion banki hefur samið við Citi um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Gera má ráð fyrir frekari upplýsingum á næstu 6-12 mánuðum.

Valitor býður fjölbreyttar lausnir á sviði greiðslumiðlunar í Evrópu og er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og í Bretlandi.