Sigríður Guðmundsdóttir ráðin innri endurskoðandi Arion banka

Sigríður Guðmundsdóttir ráðin innri endurskoðandi Arion banka

Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans og mun hún hefja störf fljótlega á nýju ári.

Sigríður hefur verið innri endurskoðandi Marel frá árinu 2010. Áður starfaði hún hjá Alcoa m.a. við innra eftirlit og í innri endurskoðun hjá Landsbankanum. Sigríður situr í endurskoðunarnefndum Stefnis og Sparisjóðs Austurlands.

Sigríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í reikningskilum og fjármálum frá London School of Economics and Political Science. Hún er jafnframt vottaður innri endurskoðandi (CIA).