05. desember 2018.jpg?proc=600h)
Nýr vefur Frjálsa lífeyrissjóðsins
.jpg?proc=600h)
Í gær fór í loftið nýr og endurbættur vefur Frjálsa lífeyrissjóðsins. Við hönnun vefsins var leitast við að einfalda framsetningu efnis og bæta aðgengi og leiðir að lykilvörum með þarfir notenda að leiðarljósi. Á sama tíma hefur merki Frjálsa lífeyrissjóðsins tekið breytingum en máfinum, sem prýtt hefur merkið, hefur nú verið skipt út fyrir súlu.
Samhliða nýja vefnum hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn opnað Facebook síðu.