Opnað fyrir umsóknir í Startup Reykjavík 2019

Opnað fyrir umsóknir í Startup Reykjavík 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík fyrir sumarið 2019. Umsóknarfrestur rennur út 27. mars nk. en Startup Reykjavík hefst þann 10. júní og lýkur með kynningum verkefna fyrir fjárfestum þann 16. ágúst 2019. Sérstaklega er óskað eftir umsóknum frá öflugum teymum með nýjar lausnir á sviði tækni og skapandi greina.

Arion banki fjárfestir 2,4 m.kr. í hverju fyrirtæki sem er valið gegn 6% eignarhlut. Fyrirtækin fá jafnframt aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu í tíu vikur. Teymin hljóta þjálfun og fræðslu, fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti og endurgjöf fjölda þaulreyndra sérfræðinga.

Startup Reykjavík er samstarfsverkefni Arion banka og Icelandic Startups. Verkefnið var valið besti viðskipahraðall Norðurlandanna árið 2015 og besti viðskiptahraðallinn á Íslandi árin 2015, 2016, 2017 og 2018.

Tekið er á móti umsóknum á vefsíðunni www.startupreykjavik.is fram til 27. mars nk.