Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði

Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og af því tilefni bjóðum við til opins fræðslufundar í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:30.

Á fundunum verður farið yfir helstu atriði sem ber að hafa í huga varðandi útgreiðslur lífeyrissparnaðar:

  • Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar
  • Skattalega meðferð lífeyrissparnaðar
  • Samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun
  • Mikilvægi þess að fólk á miðjum aldri hugi vel að söfnun lífeyrissparnaðar

Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Allir velkomnir.

Skráning á fundinn