Arion banki kíkir inn í framtíðina í tilefni af HönnunarMars

 
Hvernig verður næsti áratugur? Hvernig ætlum við að búa í heimi þar sem krafan um sjálfbærni er alltaf að verða háværari? Hvernig ætlum við að búa á öðrum hnetti?

Þessum spurningum m.a. ætlum við að velta fyrir okkur á hádegisfundi með góðum gestum frá New York, Madrid, Reykjavík og Osló, sjá dagskrá hér neðar.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, föstudaginn 29. mars kl. 11:30 - 13:15.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð að fundi loknum. 

Skráning

Dagskrá

11.30 Fundarstjóri setur fundinn


Fundarstjóri

 

HLÍN HELGA GUÐLAUGSDÓTTIR, dagskrárstjóri DesignTalks og ráðgjafi hjá Capacent

Hlín er hönnuður, sýningastjóri og ráðgjafi í hönnunarhugsun hjá Norræna ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Hún er upplifunarhönnuður með áralanga reynslu af skapandi þverfaglegri teymisvinnu sem byggir á hönnunarhugsun og hefur sérhæft sig í notendamiðaðri hönnun og framtíðarrýni.



Fyrirlesarar

 

HELGA JÓSEPSDÓTTIR, vöruhönnuður og framtíðarráðgjafi

Helga er vöruhönnuður og framtíðarráðgjafi hjá Fast Forward fyrirtækinu í Madrid. Þar ráðleggur hún stórum fyrirtækjum og ríkisstjórnum hvernig þau ná að verða frumkvöðlar í fremstu röð á öllum sviðum. Helga hefur unnið með fyrirtækjum eins og IKEA, Space 10, Vitra Design Museum, NASA, Youtube og Airbus.

KRISTIAN EDWARDS, arkitekt og yfirhönnuður hjá Snøhetta

Kristian Edwards er yfirhönnuður hjá hinni margverðlaunuðu arkitektastofu Snøhetta. Hann hefur tekið þátt í byltingarkenndum verkefnum í samstarfi við rannsóknarsetrið ZEB og var lykilmaður í verðlaunaverkefni stofunnar: Svart. Það er hótel staðsett við rætur Svartisen jökulsins í Lofoten, sem er fyrsta byggingin á norðurhveli sem framleiðir meira rafmagn en hún notar.


MICHAEL MORRIS, arkitekt og einn aðaleigandi Morris Sato Studio Architecture og SEArch+

Michael Morris hefur það að meginmarkmiði að hanna arkitektónískar lausnir sem auðvelda fólki rannsóknir og búsetu í geimnum. Meðal núverandi samstarfsverkefna SEArch+ er Mars Ice Home með Langley rannsóknarsetri NASA og new Environmental Control Life Support Systems fyrir allar geimflaugar framtíðarinnar með United Technological Aerospace Systems.

12.30-13.15 Léttar veitingar

Arion banki hefur undanfarin ár verið stoltur samstarfsaðili Hönnunarmiðstöðvar og HönnunarMars.