Umboðsmaður viðskiptavina

Umboðsmaður fyrir einstaklinga og heimili

Ef viðskiptavinur telur lausn í máli sínu ekki í samræmi við þær lausnir sem bankinn býður viðskiptavinum sínum almennt getur hann leitað til umboðsmanns viðskiptavina. Áður en óskað er aðkomu umboðsmanns er mikilvægt að búið sé að leita lausna hjá útibúi viðskiptavinar eða því sviði bankans sem fer með mál viðskiptavinar.

Umboðsmaður fyrir fyrirtæki

Umboðsmaður hefur það hlutverk að styðja við ferli fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja í skuldavanda. Umboðsmaður leggur áherslu á að farið sé eftir reglum um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Umboðsmaður skal einkum gæta þess að viðskipavinir njóti jafnræðis og sanngirni, að vinna við mál sé gegnsæ og skráð, að höfð sé hliðsjón af samkeppnissjónarmiðum og að stefnt sé að rekstri lífvænlegra fyrirtækja.

Hafa samband

Umboðsmaður viðskiptavina er Helgi G. Björnsson. Viðskiptavinir sem óska eftir aðkomu umboðsmanns eru vinsamlega beðnir að senda erindi með tölvupósti þar sem málavöxtum er lýst. Erindi skulu send á netfangið: umbodsmadur@arionbanki.is

Réttarúrræði viðskiptavina

Um umboðsmann viðskiptavina

Umboðsmaður viðskiptavina heyrir undir bankastjóra. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að sanngirni og hlutlægni sé beitt við úrlausn mála, að viðskiptavinum sé ekki mismunað með óeðlilegum hætti og að ferli mála sé gegnsætt og skráð. Til að ná markmiðum starfsins kemur umboðsmaður að mótun verklags og lausna til viðskiptavina eftir því sem við á.

Að auki skoðar umboðsmaður einstök mál að beiðni viðskiptavina, starfsmanna bankans eða að eigin frumkvæði. Slík skoðun getur átt sér stað bæði meðan mál eru í meðferð og eftir að meðferð er lokið. Umboðsmaður hefur aðgang að upplýsingum og gögnum um einstök mál. Umboðsmaður skilar viðskiptavinum, starfsmönnum og bankastjóra upplýsingum um niðurstöðu mála eftir því sem við á.

Nánari lýsing á starfi umboðsmanns