Eignaumsýslufélag

Arion banki starfrækir eignaumsýslufélag sem stýrir að mestu þeim eignum sem bankinn hefur þurft að leysa til sín við fjárhagslega endurskipulagningu viðskiptavina sinna. Tilgangur þessa eignaumsýslufélags er fagleg stýring og nýting þeirra eigna sem bankinn hefur yfirtekið og sala þeirra á réttum tímapunkti, allt í samræmi við armslengdarsjónarmið.

Eignabjarg

Eignabjarg ehf. ber ábyrgð á umsýslu og sölu á fyrirtækjum og eignahlutum í fyrirtækjum sem Arion banki hefur leyst til sín og Eignabjarg hefur síðan keypt af bankanum eftir að fyrirtækin hafa gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu.

Markmiðið með rekstri Eignabjargs er að tryggja sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem félagið hefur eignast og sjá til þess að þau séu seld í opnu söluferli, þar sem gagnsæis og jafnræðis er gætt.

Flest þau fyrirtæki sem myndað hafa eignasafn Eignabjargs hafa nú verið seld í opnu söluferli.