Samfélagsábyrgð

Starfsfólk Arion banka leggur kapp á að starfa með ábyrgum hætti, í sátt við samfélag og umhverfi.

Stefna Arion banka um samfélagsábyrgð

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær. 

Við störfum á eftirsóknarverðum vinnustað þar sem þekking skapar verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, fjárfestum og samfélaginu öllu til góða.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hagsmunaðila Arion banka og áhersluatriði varðandi samfélagsábyrgð.

Meira um samfélagsábyrgð í ársskýrslu 2018

Skuldbinding og vottanir

  • Jafnréttissáttmáli UN Women og UN Global Compact frá árinu 2014

  • Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015

  • Jafnlaunavottun VR árið 2015, fyrstur íslenskra banka og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins árið 2018, sömuleiðis fyrstur banka

  • UN Global Compact, sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um innleiðingu ábyrgra starfshátta frá árslokum 2016

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum að mati Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti frá 2015

  • Meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, UN PRI, frá 2017