04. desember 2020
Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra
Á dögunum undirrituðu Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra áframhaldandi styrktarsamning til næstu fjögurra ára.
LESA NÁNARStarfsfólk Arion banka leggur kapp á að starfa með ábyrgum hætti, í sátt við samfélag og umhverfi.
Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær.
Við störfum á eftirsóknarverðum vinnustað þar sem þekking skapar verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, fjárfestum og samfélaginu öllu til góða.
Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hagsmunaðila Arion banka og áhersluatriði varðandi samfélagsábyrgð.
Við viljum vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar og losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun samtímans og við viljum leggja okkar af mörkum svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og öðrum innlendum og alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssáttmálum, m.a. um að halda hlýnun jarðar vel innan 2 gráða, helst innan 1,5 gráða.
Bankar gegna lykilhlutverki í því að fjármagna framfarir og Arion banki vill vera hreyfilafl til góðra verka. Við beinum sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu og munum meta lánasafn bankans út frá grænum viðmiðum og setja okkur metnaðarfull markmið í þeim efnum.
Við gerum þá kröfu til okkar birgja að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þegar við veljum á milli sambærilegra tilboða frá birgjum munu loftslags- og umhverfissjónarmið ráða ákvörðun okkar. Markmið bankans er að draga úr losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af eigin starfsemi um a.m.k. 40% fyrir árið 2030 og kolefnisjafna alla þá losun.
Við setjum okkur markmið og birtum árangur hvað varðar þá þætti sem við höfum mest áhrif á, svo sem innkaup, eigin rekstur og þjónustu við viðskiptavini. Með markvissum hætti munum við auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum og styðja við vegferð viðskiptavina okkar í átt að grænni framtíð í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Á dögunum undirrituðu Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra áframhaldandi styrktarsamning til næstu fjögurra ára.
LESA NÁNARForsetalisti Háskólans í Reykjavík verður kostaður af Arion banka næstu þrjú árin samkvæmt samstarfssamningi sem Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka...
LESA NÁNARÍ síðustu viku undirrituðu HSÍ og Arion banki samkomulag um áframhaldandi samstarf þeirra á milli í höfuðstöðvum Arion banka.
LESA NÁNARArion banki og dótturfélögin Vörður og Valitor fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA.
LESA NÁNARBenedikt Gíslason, bankastjóri, undirritaði nýlega viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina þar sem fram kemur að Arion banki ætli að vinna markvisst að því næstu árin að jafna hlut kynja í efsta lagi...
LESA NÁNARSíðastliðinn föstudag birtist viðtal í Fréttablaðinu við Iðu Brá Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs, þar sem hún fjallaði um græna vegferð Arion banka í tengslum við heimsmarkmið...
LESA NÁNARArion banki hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar með 86 stig af 100 mögulegum og er þar í flokki A3. Matið byggist á árangri bankans á sviði umhverfis-, félags- og stjórnarhátta...
LESA NÁNARArion banki, Fjártækniklasinn, Landlæknir og Nýsköpunarvikan tóku höndum saman og stóðu fyrir Lausnarmóti nú um helgina.
LESA NÁNARÍ dag undirritaði Arion banki, ásamt dótturfélögunum Stefni og Verði og fjölda annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði, viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar.
LESA NÁNARArion banki og dótturfélögin Stefnir og Vörður voru á föstudag meðal þeirra 17 fyrirtækja sem fengu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þar með nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum...
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".