Eftirsóknarverður vinnustaður

Starfsfólk Arion banka er þétt og öflug liðsheild. Við kappkostum að búa vel að öllu starfsfólki og höfum unnið markvisst að því að skapa hvetjandi og jákvætt starfsumhverfi þar sem ólíkir einstaklingar geta vaxið í starfi og eflt kunnáttu sína.

Stefna Arion banka er að hámarka mannauð sinn með fjölbreyttum hópi starfsfólks og með því að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks án tillits til kyns, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötlunar eða trúar, eða annarrar stöðu. Starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og markmið stjórnenda Arion banka er að allt starfsfólk fái notið sín.

Eftirsóknarverður vinnustaður fyrir alla

Arion banki hlaut Jafnlaunavottun VR árið 2015, fyrstur íslenskra banka. Vottunin er formleg staðfesting á því að bankinn hafi sett sér jafnlaunastefnu og að til staðar séu formlegar, skjalfestar verklagsreglur sem uppfylla kröfur vottunaraðila um að málefnaleg og fagleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við launaákvarðanir og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun.

Í bankanum er starfandi jafnréttisnefnd og við höfum mótað jafnréttisáætlun sem og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum. Arion banki er aðili að Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact sem er alþjóðlegt viðmið sem fyrirtæki geta haft að leiðarljósi, bæði til að efla konur innan fyrirtækja og sömuleiðis auka áhrif þeirra í samfélaginu. Við líðum ekki einelti, kynferðislega áreitni eða önnur óæskileg samskipti og höfum sett okkur skýra stefnu gegn slíkri hegðun auk reglna um hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um slíkt.

Fræðsla og þekking starfsfólks

Við leggjum ríka áherslu á að efla og viðhalda þekkingu starfsfólks bankans. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið og þjálfun þar sem áhersla er lögð á að efla og viðhalda faglegri og persónulegri hæfni starfsfólks. Til viðbótar við formleg námskeið og fræðslufundi sækir fjöldi starfsfólks reglulegu hádegisfyrirlestrana okkar sem haldnir eru undir yfirskriftinni Við tengjum betur. Fyrirlestrarnir eru opnir öllu starfsfólki bankans og er markmið þeirra að upplýsa starfsfólk um áhugaverð málefni innan bankans, einstök verkefni og starfsemi sviða og deilda svo fátt eitt sé nefnt. 

Samantekt um samfélagsábyrgð Arion banka