Skapandi efnahagslíf

Við vinnum markvisst með og fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki, sem og fjárfesta. List og hönnun eru einnig stór partur af því að skapa blómlegt efnahagslíf og styðjum við með myndarlegum hætti við slíkt starf.

Nýsköpun og frumkvöðlar

Startup Energy Reykjavík

Startup Energy Reykjavík (SER) er viðskiptahraðall sem byggir á sömu hugmyndafræði og Startup Reykjavík en þar er einblínt á verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu.

Nánari um Startup Energy Reykjavík

Startup Reykjavík

Er stærsta nýsköpunarverkefni Arion banka með það að markmiði að skapa umhverfi þar sem frumkvöðlar njóta ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila.

Meira um Startup Reykjavík

Stuðningur frá grunnskólastigi til atvinnulífs

Við styðjum markvisst við nýsköpun frá grunnskólastigi til atvinnulífs.

  • Arion banki er í samstarfi við Eyri Invest um rekstur sprota- og vaxtarsjóðsins Eyrir Sprotar slhf. Eyrir Invest og Arion banki eru stærstu hluthafar sjóðsins en á árinu 2016 bætti bankinn við fjárfestingu sína í sjóðnum sem nemur nú tæpum 1,3 milljörðum króna.
  • Árið 2016 hóf bankinn samstarf við European Investment Fund (EIF) og býður nú fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hyggjast innleiða nýjungar í sinni starfsemi, hvort sem um er að ræða innleiðingu á nýjum vörum, ferlum eða þjónustu. Tilgangur samstarfsins er að veita fyrirtækjum aðgang að fjármagni á lægri vöxtum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og með því styðja við nýsköpun og örva atvinnulíf, rannsóknir og þróun.
  • Við erum aðalstyrktaraðili Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og einn af aðalbakhjörlum Ungra frumkvöðla, Junior Achievements á Íslandi.

List og hönnun

Reglulega stendur Arion banki fyrir listasýningum og fyrirlestrum um myndlist og hönnun í höfuðstöðvum sínum. Bankinn á um 1.300 listaverk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar og eru þau sýnileg í útibúum og á öðrum starfsstöðvum bankans.

Bankinn á í góðu samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og er styrktaraðili HönnunarMars.