Stuðningur við samfélagið

Við erum í samstarfi við fjölda félagasamtaka og fyrirtækja og styðjum til góðra verka í samfélaginu. Bankinn er bakhjarl m.a. Hönnunarmiðstöðvar, Handknattleikssambands Íslands, Íþróttasambands fatlaðra, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Ungra frumkvöðla.

Við styðjum einnig veglega við góðgerðamál eins og Krabbameinsfélag Íslands og Rauða kross Íslands og á landsbyggðinni styðja útibú bankans við fjölbreytt íþrótta- og menningarstarf í heimabyggð sinni auk annarra málefna.