Virðing fyrir umhverfinu

Loftslagsbreytingar af manna völdum eru ein af helstu áskorunum samtímans og umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá okkur í Arion banka.

Við viljum tryggja heildstætt yfirlit yfir umhverfisáhrif sem starfsemi okkar kann að hafa og lágmarka neikvæð áhrif. Við höfum ýtt úr vör margs konar verkefnum sem ætlað er að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi bankans auk þess sem stafræn þjónusta skipar stóran sess í að draga úr vistspori okkar og ekki síður viðskiptavina okkar.

Umhverfismarkmið okkar

 • Flokka úrgang frá bankanum eins og hægt er hverju sinni
 • Fara sparlega með orku í starfsemi okkar
 • Nýta umhverfisvænar lausnir við prentun pappírs með nýrri tækni
 • Hvetja og styðja starfsmenn til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfi og heima fyrir
 • Velja umhverfisvæna vöru og/eða þjónustu við innkaup þar sem því verður við komið
 • Stefna að aukinni hlutdeild pappírslausra viðskipta
 • Draga úr sóun

Árangur okkar í umhverfismálum

 • Við höfum innleitt rafrænan umhverfishugbúnað til að tryggja mælanleika
 • Árlega birtum við upplýsingar um umhverfismál bankans í umhverfisskýrslu
 • Við notum umhverfisvænar lausnir við prentun pappírs og höfum dregið úr prentun á okkar starfsstöðvum um 12% frá árinu 2015
 • Hluti bílaflota okkar hefur verið rafvæddur
 • Umbætur í sorpflokkun hafa skilað okkur því að við 52% af því sorpi sem til féll árið 2017 var flokkað í stað 43% árið 2015
 • Í lok árs 2017 hafði um 1.000 eldri ljósaperum verið skipt út fyrir LED perur, eða sem nemur um 10% af lýsingu bankans

 

 • Við höfum innleitt lífniðurbrjótanleg (e. compostable) umbúðir, s.s. kaffimál og glös í okkar starfsemi
 • Með samhentu átaki starfsfólks drógum við úr matarsóun í höfuðstöðvum bankans um 17% á milli áranna 2016 og 2017
 • Við höfum gefið viðskiptavinum okkar og starfsfólki fjölnota innkaupapoka með gagnlegum upplýsingum um umhverfisvernd
 • Við höfum dregið verulega úr notkun einnota plasts m.a. með bættum ferlum í mötuneyti í höfuðstöðvum og með innleiðingu á kælikerfi fyrir fjölnota vatnsflöskur úr gleri
 • Kolefnisspor bankans, án mótvægisaðgerða, lækkaði um 12% á milli áranna 2016 og 2017

 

Umhverfisskýrsla

Arion banki undirritaði yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um loftslagsmál þann 16. nóvember 2015. Yfirlýsingin fellur vel að umhverfismarkmiðum bankans. Með undirskrift sinni skuldbatt Arion banki sig til að vinna í eftirfarandi verkefnum:

 • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
 • Minnka myndun úrgangs
 • Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

Góður árangur hefur náðst í innleiðingu á umhverfishugbúnaði frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Klöppum. Frá árinu 2016 höfum við gefið út sérstakar umhverfisskýrslur sem hluta af ársskýrslum bankans. Skýrslurnar innihalda m.a. umhverfismarkmið okkar og aðgerðaáætlanir til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Við vinnum markvisst samkvæmt aðgerðaáætlunum okkar til að ná settum markmiðum og hefur sú vinna gengið vel.

Umhverfisskýrsla 2017