Þú ert velkomin/n

Komdu í viðskipti hvenær og hvar sem þér hentar. Þú færð strax aðgang að reikningunum, netbankanum og við sendum kortin þín heim.

Stofna til viðskipta

Spurt og svarað

Hvar og hvenær fæ ég kortin mín?

Við sendum kortin á lögheimili þitt og þau berast innan fimm virkra daga.

Hvað ef rafrænu skilríkin virka ekki?

Í flestum tilvikum nægir að endurræsa símann. Ef ekki þá getur þú haft samband við okkur og við aðstoðum þig.

Hvernig geri ég Arion banka að mínum aðal viðskiptabanka?

Til þess að loka reikningum, kortum o.fl. hjá fyrri viðskiptabanka þá þarft þú að setja þig í samband við okkur eða fyrri viðskiptabanka og óska eftir flutningi viðskipta. Unnið er að því að leysa flutninga af þessu tagi rafrænt.

Þarf ég að koma í útibú?

Ef þú ert með rafræn skilríki þá þarftu ekki að koma í útibú.

Hver verður heimild kreditkortsins?

Þú getur valið þér heimild innan ákveðinna marka.

Hvenær verða reikningarnir virkir?

Reikningarnir verða virkir strax.

Get ég skráð mig?

Til þess að geta klárað ferlið rafrænt þarf rafræn skilríki. Ef þú átt ekki rafræn skilríki þá getur þú komið í heimsókn í næsta útibú og við aðstoðum þig við að virkja rafræn skilríki eða stofna til viðskipta.

Hvaða pakka á ég að velja?

Þú velur þjónustuleið m.t.t. fjölda þjónustuþátta. Ef þú hefur ekki áhuga á kreditkorti, hentar grunnþjónustan þér vel. Vildarþjónustan hentar fyrir þá sem kjósa breitt vöruframboð og um leið gefur hún betri kjör. Námsmönnum bjóðast sérstök námsmannakjör með námsmannaþjónustunni.

Hversu langan tíma tekur ferlið?

Ferlið tekur aðeins um fimm mínútur frá upphafi til enda.