Verið velkomin

Fyrirtækið fær aðgang að reikningum og netbanka um leið og viðeigandi aðilar hafa undirritað samninga rafrænt. Virkar fyrir hlutafélög og einkahlutafélög.

Stofna til viðskipta

Spurt og svarað

Virkar þetta fyrir allar tegundir fyrirtækja?

Eins og er þá er eingöngu hægt að skrá hlutafélög og einkahlutafélög rafrænt í viðskipti. Fyrir önnur rekstrarform líkt og samlagsfélög, húsfélög, félagasamtök o.fl. þarf að leita til útibús og skila inn staðfestingu á stjórn félagsins.

Hvenær verða reikningar og önnur þjónusta virk?

Aðgangur að reikningum og netbanka verður virkur um leið og samningar hafa verið undirritaðir. Lykilnotandi netbankans getur í kjölfarið virkjað aðra þjónustu, eins og innheimtuþjónustu, rafræn skjöl og gjaldeyrisviðskipti í netbankanum.

Hvenær fæ ég aðgang að netbankanum?

Þegar viðeigandi aðilar hafa undirritað alla samninga.

Hvað ef rafrænu skilríkin virka ekki?

Í flestum tilfellum nægir að endurræsa símann. Ef ekki, hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig.

Hverjir geta stofnað til viðskipta fyrir hönd fyrirtækja?

Þeir sem eru í stjórn, framkvæmdastjórn eða prókúruhafar samkvæmt fyrirtækjaskrá. Til þess að stofna til viðskipta í gegnum netið þarf rafræn skilríki. Þá geta viðeigandi aðilar undirritað samninga á netinu með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Hversu langan tíma tekur að stofna til viðskipta?

Ferlið á netinu tekur aðeins um fimm mínútur frá upphafi til enda.