Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er ein besta leiðin til sparnaðar. Þú leggur til hliðar 2-4% af launum fyrir skatt og launagreiðandi þinn gefur þér 2% launahækkun í formi mótframlags.

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Með rafrænum skilríkjum getur þú skráð þig inn á Mínar síður, valið Samningar og byrjað að spara.

 

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sent okkur umsókn í tölvupósti. 

Lífeyrisauki er viðbótarlífeyrissparnaður Arion banka

Viðbótarlífeyrissparnaður Arion banka var stofnaður 1999 og kallast Lífeyrisauki. Hann er nú stærsti og fjölmennasti séreignarsjóður á Íslandi sem tekur eingöngu við viðbótarlífeyrissparnaði.

Ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhættir

Meginhlutverk viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka - Lífeyrisauka er að ávaxta lífeyrissparnað sjóðfélaga og tryggja þeim hæstu mögulegu ávöxtun hverju sinni og til lengri tíma m.t.t. áhættu.

Nánar um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti

Hvernig virkar viðbótarlífeyrissparnaður?

Viðbótarlífeyrissparnaður er viðbót við skyldulífeyrissparnað og er að fullu erfanlegur. Þú ræður hvernig þú ráðstafar sparnaðinum eftir að þú nærð 60 ára aldri.

Ef þú ert að kaupa þína fyrstu fasteign áttu möguleika á að nýta viðbótarlífeyrissparnaðinn til að auðvelda kaupin.

Launagreiðandi sér um að standa skil á sparnaðinum. Það borgar sig að hefja viðbótarlífeyrissparnaðinn snemma eins og reiknivélin hér fyrir neðan sýnir.

Með því að smella á Sækja um hér fyrir neðan getur þú byrjað strax að spara í Lífeyrisauka.

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað  

Mínar síður Lífeyrisauka
Nánar um Lífeyrisauka
Launagreiðendur

Kostir Lífeyrisauka

 

2% launahækkun

Ef þú leggur 2-4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað færðu almennt 2% mótframlag frá launagreiðanda þínum. Ert þú nokkuð að fara á mis við launahækkun?

 

Þægilegur sparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er skattalega hagstæður sparnaður sem launagreiðandi þinn sér um að standa skil á. Sparnaðurinn er laus við 60 ára aldur.

 

Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða

Ólíkar leiðir með mismikilli áhættu mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu. Sérfræðingar í Eignastýringu Arion banka sjá um að ávaxta fjármuni á sem hagkvæmastan hátt.

 

Erfist að fullu

Ef þú fellur frá þá fer inneign þín að fullu til erfingja. Maki og börn greiða engan erfðafjárskatt af upphæðinni.

Reiknaðu út þinn sparnað

Hlutfall af launum
Inneign við 70 ára aldur
Reiknivélin sýnir þróun á áætlaðri inneign m.v. uppgefnar forsendur og 3,5% raunávöxtun. Athugið að niðurstaðan er eingöngu sett fram í dæmaskyni.
Þitt framlag
Mótframlag
Ávöxtun

 

Fyrsta íbúð

Frá og með 1. júlí 2017 geta þeir einstaklingar sem eru að kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn tekið út viðbótarlífeyrissparnað sinn skattfrjálst eða ráðstafað honum til greiðslu inn á fasteignaveðlán í 10 ár að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Frekari upplýsingar má finna á vef RSK.

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Nánar um kaup á fyrstu íbúð

Ráðstöfun á séreignarsparnaði

Frá og með 1. júlí 2014 til 30. júní 2021 er heimilt að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði skattfrjálst inn á fasteignaveðlán og til húsnæðissparnaðar.
Heimildirnar eru háðar ákveðnum skilyrðum og hámörkum sem hægt er að kynna sér nánar á vef RSK.

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Nánar um ráðstöfun inn á fasteignaveðlán
Nánar um húsnæðissparnað

Vantar þig aðstoð?

Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum í síma 444 7000 eða með tölvupósti á lifeyristhjonusta@arionbanki.is

Lífeyrisráðgjafar taka á móti sjóðfélögum og launagreiðendum í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík og í gegnum fjarfundi úr útibúum bankans á landsbyggðinni og Kringlunni. Mælt er með því að bóka fundi fyrirfram.

Við erum með opið frá kl. 9-16 alla virka daga, sendu okkur línu og við höfum samband.