Kosningar EFÍA 2023

Í kjölfar ársfundar EFÍA 2023 kjósa sjóðfélagar með rafrænum hætti til stjórnar og um tillögur stjórnar til samþykktabreytinga.

Í stjórnarkjöri er kosið um eitt sæti varamanns en sjálfkjörið var í tvö sæti aðalmanns, nálgast má upplýsingar um frambjóðendur hér.

Í kosningu um tillögu stjórnar til samþykktabreytinga eru sex tillögur sem liggja fyrir. Nánar er gerð grein fyrir þeim í skjali sem fylgir hér og einnig í glærum ársfundar um samþykktabreytingar.

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar vel sem settar eru fram hér fyrir neðan áður en þeir skrá sig inn í kjörklefann.

Tillögur stjórnar til samþykktabreytinga 2023

Smelltu hér til að kjósa

Upplýsingar um framkvæmd kosninga

Kosningar verða með rafrænum hætti, kosningavef verður stillt upp á heimasíðu sjóðsins og auðkenna sjóðfélagar sig inn í kjörklefann með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

  • Opnað var fyrir kosningu kl. 13:00 þriðjudaginn 9. maí 2023
  • Kosning stendur til 13:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
  • Falli atkvæði til stjórnarsætis jafnt verður varpað hlutkesti um stjórnarsætið að hlutaðeigandi frambjóðendum viðstöddum
  • Tilkynnt verður um niðurstöðu kosninga á heimasíðu sjóðsins

Á kjörseðli eru nöfn tveggja frambjóðenda til varamanns. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa í öll sæti sem í boði eru og þurfa gildir kjörseðlar því að innihalda kosningu til eins varamanns

Á kjörseðli eru einnig sex tillögur stjórnar til samþykktabreytinga.