Besta bankaappið á Íslandi 

Samkvæmt könnun MMR (júní 2017) er Arion appið besta bankaappið á Íslandi. Við munum áfram leggja áherslu á að veita þægilega bankaþjónustu fyrir framtíðina. 

Nánar

Reglulegur sparnaður

Nú má með auðveldum hætti hefja sparnað í appinu. Ef þú átt ekki sparnaðarreikning getur þú stofnað reikninginn í appinu og hafið reglulegan sparnað inn á reikninginn mánaðarlega.

Nánar
Nánar

Greiðsludreifing kreditkorta

Það er einfalt að greiðsludreifa kred­it­korta­reikn­ingi í app­inu. Viðskipta­vin­ir velja hversu háa upp­hæð þeir greiða og á hve marga mánuði eft­ir­stöðvarn­ar skipt­ast.

Nánar
Vissir þú að yfir 80% viðskiptavina okkar nota Arion appið?

Að virkja appið

Uppsetning á appinu, innskráning, auðkenning og notkunarmöguleikar.

Öll helstu bankaviðskipti í símanum

Greiða reikninga, skoða rafræn skjöl, stöðu verðbréfasafna greiðsludreifing, tilkynningar og margt fleira.

Pin númer og frysting korta

Hægt er að sækja PIN- númer í appið þegar mikið liggur við og einnig frysta kortið ef þú finnur það ekki.

Við tökum öryggismálin alvarlega

Við höfum gert allt sem er í okkar valdi til að tryggja að öryggi frá okkar hendi sé eins vel leyst og mögulegt er.

Spurt og svarað

Í hvaða símum virkar appið?

App Arion banka er gert fyrir: Android stýrikerfið útgáfu 4.1. og nýrra. iPhone með útgáfu iOS 8.0 og nýrra. Athugið að hér er átt við útgáfu af stýrikerfi en ekki útgáfunúmer símans. Ekki er mælt með að setja appið upp á síma sem hefur verið átt við, þ.e. þá sem hafa farið í gegnum svokallað "jailbreak".

Hvernig get ég séð hvaða snjallsímar eru tengdir við netbankaaðganginn minn?

Í netbankanum getur þú séð hvaða snjallsímar eru tengdir við netbankaaðganginn þinn. Hægt er að aftengja símtæki bæði í appinu sjálfu undir „Stillingar“ og í netbankanum undir „Stillingar“ í aðgerðinni „Snjallsímaforrit“. Einnig er bæði hægt að velja hvaða reikningar og kreditkort eru birt í snjallsímanum í þessari aðgerð. Ef breytt er í netbankanum koma breytingarnar fram næst þegar appið er keyrt á símanum. Ef sími hefur glatast og/eða er ekki lengur í þinni umsjón hvetjum við þig til aftengja hann sem fyrst. Við það að aftengja er tenging símans við bankann afturkölluð næst þegar appið er ræst upp og nauðsynlegt er að skrá sig inn aftur. Einfalt mál er að tengja símann aftur með því að fara í gegnum innskráningarferlið á símanum.

Hvernig get ég tryggt öryggi mitt sem best?

1) Uppfæra stýrikerfið á símanum reglulega. Nauðsynlegt er að passa að setja inn nýjustu útgáfu af stýrikerfinu á símanum reglulega. Með nýjum útgáfum er oft verið að loka fyrir þekkta veikleika og því gott að halda símanum uppfærðum. 2) Uppfæra appið á símanum þegar nýjar útgáfur koma. Reglulega koma nýjar útgáfur af appinu. Þá koma meldingar í símanum sem tilkynna það eins og með önnur forrit sem búið er að setja upp á símanum. Við mælum með að uppfæra appið alltaf þegar það er mögulegt þar sem sífellt er verið að reyna að vera skrefi á undan þeim sem eru að leita að veikleikum í öryggi. 3) PIN númerið á símanum. PIN númerið ver upplýsingar á símanum og tryggir að ef hann fellur í rangar hendur mun það verða mun erfiðara fyrir viðkomandi að komast inn í upplýsingar í símanum. 4) Gæta að PIN númeri og leyninúmeri. Einn liður í örygginu er að vera með gott leyninúmer og PIN og nota sem dæmi ekki 1234. Einnig þarf að passa að óviðkomandi sjái ekki þegar leyninúmerin eru slegin inn.

Hvað ef ég gleymi leyninúmeri?

Eftir 5 tilraunir eru appið sett í upphafsstöðu og öllum upplýsingum notanda eytt út af símanum. Þá þarf einungis að fara í gegnum innskráningarferlið aftur til að byrja upp á nýtt.

Hvað geri ég ef ég týni símanum?

Þá skráir þig inn í netbankann og aftengir símann. Það er gert undir „Stillingar“ > „Snjallsíma forrit“. Þar er listi yfir þá snjallsíma sem tengdir eru við netbankaaðganginn þinn. Til að aftengja er valið „Aftengja tæki“. Við það að aftengja er öllum upplýsingum tengdum appinu eytt næst þegar appið reynir að sækja gögn. Appið er eftir sem áður á símanum en það er ekki lengur tengt viðkomandi notanda. Einfalt mál er að tengja símann aftur með því að fara í gegnum innskráningarferlið á símanum, en þá þarf að slá inn notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer eða skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.