Hver er munurinn á bílasamningi og bílaláni ? Þegar gerður er bílasamningur er Arion banki skráður eigandi bifreiðar á samningstímanum en eignarhald færist til viðskiptavinar við lok samningstímans. Viðskiptavinur er skráður umráðamaður bílsins á samningstíma. Þegar um bílalán er að ræða er viðskiptavinur skráður eigandi en Arion banki á fyrsta veðrétt í bifreiðinni. |
Hvar get ég nálgast upplýsingaskjöl vegna neytendalánslaga? Neytendastofa hefur gefið út upplýsingaskjöl sem mikilvægt er fyrir neytendur að kynna sér:.
|
Hvað eru rafræn skilríki? Rafræn skilríki eru einföld og örugg leið til auðkenningar og undirritunar skjala. Rafræn skilríki eru virkjuð í útibúum um allt land. Virkjun rafrænna skilríkja í útibúum Arion banka er viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu en annars er gjaldið kr. 1.000. Sjá nánari upplýsingar hér |
Hvað er greiðslumat? Greiðslumat er notað til að kanna greiðslugetu umsækjenda. Greiðslumat byggir á ráðstöfunartekjum, framfærslu- og rekstrarkostnaði sem og skuldastöðu viðkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér. |
Get ég farið með ökutæki úr landi? Að uppfylltum vissum skilyrðum heimilar Arion banki flutning ökutækis úr landi á meðan samningur er virkur. Ráðgjafar Arion banka veita frekari upplýsingar. |
Hversu hátt hlutfall af kaupverði fæst fjármagnað? Arion banki fjármagnar allt að 80% af kaupverði ökutækis eða ferðavagns. |
Er mögulegt að greiða upp virkan samning? Heimilt er að greiða upp virka bílasamninga og bílalán einstaklinga án uppgreiðslugjalds. Einnig má greiða aukalega inn á virka samninga og lán til lækkunar á mánaðarlegum greiðslum. |
Greiði ég jafnar greiðslur eða jafnar afborganir? Jafnar greiðslur (Annuitet) eru á báðum samningsformum. |
Eru vextir fastir eða breytilegir? Vextir af bílasamningum og bílalánum Arion banka eru breytilegir. |
Hvar get ég séð stöðu á virkum samningi? Viðskiptavinir Arion banka geta nálgast stöðu á bílasamningum og bílalánum í netbanka Arion banka. |
Hvernig greiði ég inn á bílalánið/ bílasamninginn? Það er auðvelt að greiða inná höfuðstól bílalána og bílasamninga og lækka þannig mánaðarlegar greiðslur. Hægt er að greiða inn á bílsamninga og bílalán í gegnum netbanka Arion banka. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 300-26-2525, kt. 581008-0150 og setja skráningar- eða lánanúmer í skýringu. Kvittun fyrir greiðslu skal senda á netfangið bilar@arionbanki.is. |
Þarf tækið að vera tryggt? Ökutæki og ferðavagnar sem fjármagnaðir eru af Arion banka þurfa í öllum tilfellum að vera ábyrgðar- og kaskótryggðir. |
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.