Enn betri yfirsýn
Okkur finnst að allir eigi að geta notað besta bankaappið á Íslandi - þess vegna er Arion appið nú opið öllum.
Nú þarftu ekki lengur að skrá þig inn í mörg mismunandi bankaöpp til að nálgast allar þínar fjármálaupplýsingar. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú tengt reikninga og kort frá öðrum bönkum við Arion appið.
Með því að tengja reikninga og kort sem þú átt í Landsbanka og Íslandsbanka við Arion appið getur þú séð stöðu og færslur í appinu og fengið enn betri yfirsýn yfir fjármálin þín.

Hvernig tengist ég öðrum bönkum?
Þú skráir þig inn í Arion appið, velur „Meira“ og „Tenging við aðra banka“ til að byrja ferlið.
Tryggt og öruggt
Birting reikninga og korta frá öðrum bönkum í Arion appinu er unnið í samstarfi við Meniga. Aðgangurinn að þjónustunni er í gegnum örugga skýjaþjónustu. Þú getur valið hvaða reikninga og kort þú vilt sjá í Arion appinu og getur hvenær sem er lokað á tengingarnar.
Öryggi er lykilatriði í öllum rekstri Arion banka og Meniga og þess vegna er lögð áhersla á að tryggja áreiðanleika og ábyrga meðferð upplýsinga. Þjónustan er veitt í samræmi við nýjustu Evróputilskipanir um greiðslumiðlun og persónuvernd.
Fjármálin mín
Fjármálin mín í Arion appinu gefa þér einstaka yfirsýn yfir stöðuna. Hvar peningarnir eru og í hvað þeir fara. Nú er bæði auðveldara og skemmtilegra að skipuleggja og skoða fjármálin.
Veistu hvað þú eyðir miklu í mat eða skyndibita á mánuði?
Meira um fjármálin mín í Arion appinu

Ekki með Arion appið?
Arion appið er opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað og sótt um Núlán.
Spurt og svarað
Hvernig tengi ég reikninga frá öðrum bönkum við Arion appið?
Þarf ég að vera notandi hjá Meniga til að tengja reikninga eða kort úr frá öðrum bönkum við Arion appið?
Verð ég að vera með rafræn skilríki til að tengja reikninga eða kort frá öðrum bönkum við Arion appið?
Hvað gerist ef ég er nú þegar Meniga notandi og vill tengja reikningana mína við Arion appið?
Hvar get ég endurnýjað tenginguna við Meniga?
Get ég sagt upp þjónustunni þannig að reikningar úr öðrum bönkum komi ekki lengur fram í appinu?
Get ég millifært eða greitt reikninga af reikningum sem eru ekki stofnaðir hjá Arion banka í appinu?
Þegar ég segi upp tengingu við aðra banka er þá öllum mínum gögnum frá öðrum eytt?
Þarf ég að vera með netbanka hjá þeim banka sem ég vill tengja við Arion appið?