Áframhaldandi greiðsluhlé á afborgunum íbúðalána

Arion banki kemur til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna COVID-19.

Viðskiptavinum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, skertum tekjum eða veikindum stendur til boða að framlengja greiðsluhlé á íbúðalánum sínum til allt að 6 mánaða. Hægt er að framlengja núverandi greiðsluhlé um 3 mánuði og verður endurmetið að þeim tíma liðnum ef þörf verður á.

Afborganir og vextir íbúðalána leggjast á meðan á höfuðstól lánsins til hækkunar á því. Þessi hækkun á höfuðstól leiðir til þess að afborganir lánsins eftir að úrræðinu lýkur hækka.

Arion banki innheimtir engar þóknanir vegna frystingarinnar aðeins útlagðan kostnað innheimtu opinberra gjalda. Kostnaður við þinglýsingu er kr. 2.500 á hvert þinglýst skjal eða kr. 1.500 á hvert rafrænt þinglýst skjal. Við vinnslu skilmálabreytingar þarf að taka út veðbókarvottorð eignarinnar. Veðbókarvottorð er sótt með rafrænum hætti til sýslumannsembætta og er kostnaður við veðbók kr. 1.055. Ef þörf er á frekari sveigjanleika er farið yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini.

Í ljósi aðstæðna hvetjum við viðskiptavini til þess að nýta rafrænar leiðir til þess að hafa samband við okkur. Vinsamlegast fylltu út formið hérna fyrir neðan og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

 

Umsókn um framhald á greiðsluhléi

Ástæða *

Sjálfvirkar greiðslur íbúðalána

 

Ef lán er í beingreiðslu/sjálfvirkri skuldfærslu 

Lánið verður ekki skuldfært af reikningnum þínum næstu 3 mánuði þar sem greiðsluseðlar verða ekki gefnir út og þú þarft ekkert að aðhafast frekar.

Ef lán er í greiðsluþjónustu í útibúinu

Athugaðu að þú verður að óska eftir því að lækka úttekt í greiðsluþjónustuna. Það er ekki sjálfgefið að hægt verði að lækka hana um jafn háa fjárhæð og venjulega er tekin fyrir afborgun af láninu en það fer eftir því hver staðan á dreifingunni er.

Ef lán er í Netdreifingu

Þú verður að breyta Netdreifingunni sjálf/ur í netbankanum. Athugaðu að fylgjast vel með því að Netdreifingin endi ekki í mínus í lok ársins.

Netdreifing leiðbeiningar