Greiðsluþjónusta

Viltu stjórna fjármálum þínum? Þá er Netdreifing eitthvað fyrir þig

Netdreifing er greiðsludreifing sem er aðgengileg í netbankanum. Þetta er gjaldfrjáls þjónusta þar sem þú getur jafnað útgjöldin í eina fasta upphæð á mánuði. Mögulegt er að hafa innborganir óreglulegar og hvenær sem er í mánuðinum, allt eftir því hvenær útborgunardagurinn þinn er.

Netdreifingu stjórnar þú alveg sjálf(ur) í þínum netbanka, hvar og hvenær sem er.

Kostir Netdreifingar
  • Ekkert gjald
  • Betri yfirsýn yfir fjármálin
  • Jafnar út sveiflur í útgjöldum
  • Mikill sveigjanleiki
  • Opin allan sólarhringinn í netbankanum
  • Greiðsluáætluninni má breyta hvenær sem er
  • Hægt að greiða inn á reikninginn hvenær sem er
  • Tilkynningar sendar ef reikningur greiðist ekki

Við breytingar getur þú jafnframt ákveðið hvort áætlun sé endurnýjuð til 12 mánaða eða breytingar gerðar á núverandi áætlun. Þannig eru endalausir möguleikar í Netdreifingu sem eru aðlagaðar að þörfum þínum hverju sinni.

Sjálfvirkar greiðslur 

Sjálfvirkar greiðslur(beingreiðsla) í appinu er góður kostur til að greiða reikningana sem koma reglulega. Einnig er hægt að greiðsludreifa kreditkortareikningum í appinu. 

Allt um Arion appið 

Spurt og svarað

Hvað er netdreifing?

Netdreifing er greiðsludreifing sem viðskiptavinur setur upp og stýrir sjálfur í Netbanka Arion banka. Með netdreifingu er hægt að jafna út sveiflur í mánaðarlegum útgjöldum með 12 mánaða áætlun. Útgjöldin eru skuldfærð á sérstakan reikning, Netdreifingarreikning, sem er stofnaður í tengslum við þjónustuna.

Hver er ávinningur minn af því að vera í netdreifingu?

Þjónustan er gjaldfrjáls og þú losnar við sveiflur í útgjöldum. Vextir eru hagstæðir og netbanki er til reiðu allan sólarhringinn. Gefur góða yfirsýn yfir fjármálin.

Getum við hjónin verið saman í netdreifingu?

Já, hægt er að setja greiðsluseðla á skylda og óskylda aðila inn í netdreifingu. Með umboði frá maka getur reikningseigandi einnig séð ógreiddar kröfur á maka í sínum netbanka. Umboð er hægt að nálgast í næsta útibúi Arion banka.

Er netdreifing fyrir fyrirtæki?

Nei, enn sem komið er netdreifing eingöngu fyrir einstaklinga.

Uppfylli ég skilyrði fyrir Vildarþjónustu Arion banka með því að vera í netdreifingu í stað útgjaldadreifingar?

Já, netdreifing jafngildir útgjaldadreifingu þegar metið er hvort viðskiptavinur uppfyllir skilyrði fyrir vildarþjónustu.

Ég þarf aðstoð við að setja upp þjónustuna. Hvert á ég að snúa mér?

Þjónustuver Arion banka aðstoðar og svarar spurningum þínum um netdreifingu. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 444-7000. Einnig getur þú sent tölvupóst á greidsluthjonusta@arionbanki.is og það verður haft samband við þig.

Hver er helsti munurinn á netdreifingu og útgjaldadreifingu?

Viðskiptavinur stofnar útgjaldadreifingu í samvinnu við þjónusturáðgjafa. Þjónusturáðgjafi sér um skráningar og framlengir áætlun einu sinni á ári. Greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni. Hafa þarf samband við bankann ef óskað er eftir breytingum á áætlun. Netdreifingu setur viðskiptavinur upp sjálfur í sínum netbanka og er hún aðgengileg hvenær sem er sólarhringsins.

Ég er nú þegar viðskiptavinur í útgjaldadreifingu. Get ég haft hana áfram og líka verið í netdreifingu?

Ekki er mögulegt að vera með bæði með útgjaldadreifingu og netdreifingu í netbanka. Þegar viðskiptavinur stofnar netdreifingu er útgjaldadreifingu þar með sagt upp og útgjaldaliðir flytjast yfir.

Netbankinn biður mig um að setja inn áætlaða upphæð fyrir hvern útgjaldalið. Greiðist sú upphæð upp á krónu?

Nei, með því að bæta útgjaldalið inn í netdreifingu, t.d. tryggingum, hefur þú gert beingreiðslusamning við viðkomandi fyrirtæki. Þetta þýðir að allir þínir greiðsluseðlar frá viðkomandi fyrirtæki koma til með að greiðast, jafnvel þótt þeir séu ekki teknir fram í áætluninni eða rétt upphæð áætluð. Ef þú áætlar lægri upphæð en raunin verður getur það orðið til þess að ráðstöfunarupphæð netdreifingarreiknings dugi ekki fyrir útgjaldaliðum.

Ég er að setja áætlunina upp og skýringin sem kemur sjálfkrafa með kröfunni er ekki lýsandi. Get ég gefið útgjaldaliðum annað nafn?

á, þú getur breytt skýringunni og gefið útgjaldalið lýsandi nafn þegar þú ert á síðunni „Nýr útgjaldaliður“.

Mig langar til að setja greiðsluseðil sem ég er greiðandi af, inn á áætlunina, en hann birtist ekki í listanum yfir ógreiddar kröfur.

Athugaðu að sumir reikningar eru innheimtir með gíró- eða greiðsluseðlum sem að koma ekki inn í netbankann. Slíka reikninga er ekki hægt að setja í sjálfvirka skuldfærslu í netdreifingu.Ef greiðsluseðill er ekki sýnilegur undir „Greiðsluseðlar í boði fyrir þig“ getur þú bætt útgjaldalið inn með því að smella á „Velja aðra mögulega greiðsluseðla úr lista“. Á þessum lista eru aðilar sem innheimta með fáum gjalddögum á ári til dæmis Lánasjóður íslenskra námsmanna.

Mig langar að setja greiðsluseðil sem maki minn er greiðandi af, inn á áætlunina, en hann birtist ekki á listanum sem ég get valið úr.

Hægt er að setja inn greiðsluseðil að eigin vali í netdreifingu. Það er gert með því að skrá inn seðil upplýsingar (OCR línu á greiðsluseðli). Hér þarf eigandi netdreifingar ekki að vera tengdur greiðanda kröfunnar.Maki getur einnig veitt þér umboð til að sjá ógreidda greiðsluseðla á sínu nafni í netbankanum þínum. Umboð er hægt að nálgast í næsta útibúi Arion banka.