Framfærslulán

Lánasjóður íslenskra námsmanna greiðir út lán til námsmanna í lok hverrar annar. Fyrir námsmenn getur verið erfitt brúa bilið fjárhagslega frá því að önnin hefst og þar til lánið frá LÍN er greitt út. Framfærslulán Arion banka er ætlað að hjálpa námsmönnum að brúa það bil.

Hvernig virkar framfærslulán?

Framfærslulánið er í formi yfirdráttarheimildar á sérstökum framfærslureikningi. Þú millifærir af framfærsluláninu í Netbankanum og skammtar þér þannig framfærslu yfir önnina fram að þeim tíma sem LÍN greiðir út.

Hvað kostar að taka framfærslulán?

Kostnaður við lánið er í formi vaxta og eru þeir mun lægri en á almennum yfirdráttarlánum. Þú getur kynnt þér vexti framfærslulána með því að skoða vaxtatöflu bankans.
Vaxtakostnaður skuldfærist sjálfkrafa af debetreikningnum þínum og eingöngu er greiddur vaxtakostnaður fyrir þann hluta heimildarinnar sem þú nýtir.

Hvernig sæki ég um framfærslulán?

Þú getur gengið frá stofnun framfærslureiknings í næsta útibúi en eftir það getur þú sótt um framfærslu fyrir hverja önn á einfaldan hátt í gegnum Netbankann þinn. Hægt er að sækja um að fá allt að 100% framfærslulán til ráðstöfunar á hverri önn.

Hvernig virkar framfærslulán?

Framfærslulánið er í formi yfirdráttarheimildar á sérstökum framfærslureikningi í erlendri mynt. Þú millifærir af framfærsluláninu í Netbankanum og skammtar þér þannig framfærslu yfir önnina fram að þeim tíma sem LÍN greiðir út.

Hvað kostar að taka framfærslulán?
Kostnaður við lánið er í formi vaxta og eru þeir mun lægri en á almennum yfirdráttarlánum. Þú getur kynnt þér vexti framfærslulána með því að skoða vaxtatöflu bankans. Bankinn lánar fyrir vaxtakostnaði.

Hvernig sæki ég um framfærslulán?

Þú getur gengið frá stofnun framfærslureiknings í næsta útibúi en eftir það getur þú sótt um framfærslu fyrir hverja önn á einfaldan hátt í gegnum Netbankann þinn. Hægt er að sækja um að fá allt að 95% framfærslulán til ráðstöfunar á hverri önn.

Er gengisáhætta af framfærsluláni til erlendra námsmanna?

Engin gengisáhætta myndast við umsýslu lánsins þar sem þar sem bankinn lánar í sömu mynt og LÍN áætlar.
 

Námsmenn sem eru að ljúka námi geta sótt um Námslokalán innan eins árs frá útskrift. Hámarksfjárhæð er 3.000.000 kr. með fasteignaveði eða 1.000.000 kr. án trygginga.

Hægt er að velja um verðtryggt eða óverðtryggt lán.

  • Til að létta greiðslubyrði í upphafi þá er mögulegt að velja um að greiða eingöngu vaxtagjalddaga í allt að 24 mánuði frá lántöku.
  • Lánstími stjórnast af veði,verðtryggingu og vaxtagjalddögum.
  • Ekkert uppgreiðslugjald.Lánað er eftir útlánareglum Arion banka. 
Til að sækja um Námslokalán eða til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Þjónustuver Arion banka í síma 444-7000 eða senda tölvupóst á arionbanki@arionbanki.is. Einnig er hægt að leita í næsta útibú bankans.
 

Ef þú ert Arion námsmaður getur þú sótt um allt að 300.000 kr. lán til tölvukaupa.

Fylltu út umsóknina hérna fyrir neðan og sendu okkur. Við látum þig svo vita þegar umsóknin hefur verið afgreidd og í kjölfarið kemur þú til okkar í útibú og undirritar lánaskjölin. Að því loknu er upphæð lánsins greidd inn á reikninginn þinn.

* Arion banka er veitt heimild til að afla yfirlits yfir skuldbindingar umsækjanda hjá öðrum fjármálafyrirtækjum vegna lánsumsóknar. Fjárhagsyfirlitið sýnir samtölu skuldbindinga, ábyrgðarskuldbindingar og vanskil, ef um þau er að ræða, hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem leitað verður til. Sama gildir um skuldbindingar og ábyrgðarskuldbindingar sem þessar stofnanir innheimta fyrir aðra aðila. Heimildin gildir svo lengi sem viðkomandi hefur skuldbindingar við Arion banka. Samþykki þetta veitir Arion banka einnig heimild til að sækja upplýsingar um lánshæfismat umsækjanda úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni og lánstraust. Umsækjanda verður send tilkynning í pósti þegar og ef fjárhagsyfirlitið eða lánshæfismatið verður prentað út hjá Arion banka. Við meðferð upplýsinganna gætir bankinn að ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Umsækjandi getur afturkallað þetta samþykki með því að setja sig í samband við bankann