Notum Arion appið
Með Arion appinu getur þú átt öll helstu bankaviðskipti.
Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með 5. október, loka á heimsóknir í útibú og fyrirtækjakjarna okkar nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.
Einnig er hægt er að tala beint við ráðgjafa í gegnum auðkennt netspjall hér á arionbanki.is með því að smella á bláu bóluna neðst í hægra horninu eða með því að hringja í þjónustuver í síma 444 7000 virka daga kl. 9–16.
Með Arion appinu getur þú átt öll helstu bankaviðskipti.
Það er hægt að sinna næstum öllum almennum bankaaðgerðum í netbankanum.
Greiðum snertilaust með greiðslukortum frekar en að nota seðla og mynt. Einnig er hægt að greiða snertilaust með síma og snjallúrum.
Í myndböndunum förum við í gegnum allar helstu aðgerðir sem í boði eru í Arion appinu, skref fyrir skref. Tilvalin hjálp fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.
Myndböndin eru líka gott hjálpartæki fyrir þau sem vilja aðstoða og hvetja ömmu og afa, frænda og frænku og alla aðra sem þurfa á aðstoð að halda.
Við munum leita leiða til að aðstoða þá viðskiptavini sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19.
Ég get ekki greitt af íbúðaláninu
Við komum til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna COVID-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir.
Hvernig fæ ég greiðslumat?
Við bjóðum einfalda og hraðvirka þjónustu þegar kemur að greiðslumati. Greiðslumatið er rafrænt og tekur aðeins örfáar mínútur. Til að reikna út greiðslugetu þína sækjum við m.a. upplýsingar um launatekjur, eignir og skuldir. Það eina sem þú þarft til að hefja ferlið eru rafræn skilríki.
Hvernig sæki ég um íbúðalán?
Við bjóðum upp á rafrænt umsóknarferli fyrir íbúðalán á arionbanki.is.
Hvernig get ég endurfjármagnað íbúðalánið mitt?
Við bjóðum upp á rafrænt umsóknarferli fyrir endurfjármögnun íbúðalána.
Nánari upplýsingar um endurfjármögnun
Ég þarf að brúa bilið í skamman tíma - hvernig lán eru í boði?
Við bjóðum fjölbreytt úrval lána í gegnum Arion appið, netbankann og arionbanki.is.
Mögulegt er að fá allt að 5 milljón króna lán til allt að 5 ára án veðs.
Skammtímalán getur verið í formi yfirdráttar, Núláns eða greiðsludreifingar.
Hvernig get ég borgað inn á lán?
Í Arion appinu:
Veldu lánið sem þú vilt greiða inná af stöðuskjánum og gerðu eftirfarandi:
Veldu liðinn Greiða inn á lán
Sú upphæð sem greiða á inn á lánið er slegin inn og smellt á Afram
Veldu úttektarreikning
Smellltu á staðfesta
Í Netbanki Arion banka:
Smelltu á Yfirlit og síðan Lán
Veldu það lán sem á að greiða inn á
Smelltu á Sækja
Veldu greiða inn á lán
Veldu úttektarreikning
Skráðu inn leyninúmer úttektarreiknings og slá inn upphæð sem á að greiða inn á lánið
Veldu áfram
Þegar greitt er inn á eftirstöðvar láns fer hluti greiðslunnar til að greiða uppgreiðslugjald, áfallna vexti og verðbætur frá síðasta gjalddaga, og kemur sá hluti til lækkunar á næsta gjalddaga. Það er því aðeins hluti innborgunarinnar sem fer inn á eftirstöðvarnar. Hagstæðast er því að greiða inn á lán sem fyrst eftir gjalddaga, en þá fer fjárhæðin nær óskert inn á eftirstöðvarnar, að frádregnu uppgreiðslugjaldi.
Hvað með bílalánið mitt?
Í ljósi aðstæðna mun bílafjármögnun Arion banka leita leiða til að aðstoða sína viðskiptavini í gegnum þessa erfiðu tíma vegna COVID-19 faraldurs.
Viðskiptavinir geta leitað eftir upplýsingum og fengið úrlausn sinna mála í síma 444 8800 eða í gegnum tölvupóstfangið bilar@arionbanki.is.
Við bendum sérstaklega á rafrænar lausnir bílafjármögnunar Arion banka. Umsóknir eru sendar inn rafrænt og er samþykktarferlið sjálfvirkt og 100% rafrænt fyrir bílasamninga, þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum.
Hvernig fæ ég eða breyti yfirdráttarheimild?
Að stofna eða breyta yfirdráttarheimild í Netbanka Arion banka
Að stofna/breyta yfirdráttarheimild í Arion appinu
Ferð sem ég greiddi með korti hefur verið felld niður - hvað geri ég?
Hvað get ég greitt háa upphæð með korti snertilaust?
Hámarksupphæð á snertilausum greiðslum debet- og kreditkorta hefur nú verið hækkuð úr kr. 5.000 í kr. 7.500. Breytingin hefur þegar tekið gildi í matvöruverslunum og apótekum en það getur tekið allt að tvær til þrjár vikur að uppfæra aðra posa.
Við minnum á að það er einfalt og öruggt að greiða í verslunum með símum og snjallúrum og að engar fjárhæðatakmarkanir eru á slíkum greiðslum.
Hvernig stofna ég kreditkort?
Bæði er hægt að stofna kreditkort í Arion appinu og netbankanum.
Í Arion appinu velur þú Meira, smellir á flekann Kort og velur Kreditkort. Þá velur þú kort og smellir á Halda áfram.
Í netbankanum velur þú Vöruúrval úr valmyndinni vinstra megin og velur svo flipann Kreditkort. Þá velur þú kort og smellir á Stofna.
Frekari upplýsingar um kreditkort og úrval þeirra má finna hér: www.arionbanki.is/einstaklingar/kort/kreditkort/.
Hvar sæki ég nýja kortið mitt?
Tímabundið á meðan COVID-19 gengur yfir verður því miður erfiðara að afhenda kort í útibúum. Um leið og útibú opna aftur bjóðum við þig velkomin/n í næsta útibú til að sækja nýja kortið.
Við bendum á að kreditkort eru sýnileg í Arion appinu um leið og þau stofnast og þar er einnig að finna upplýsingar um PIN númer korta. Um leið er líka hægt að flytja þær upplýsingar úr appinu yfir í Apple Pay og byrja að greiða með símanum.
Hvar finn ég PIN númerið?
Í Netbanka Arion banka:
Yfirlit > PIN númer > Debetkort/Kreditkort > Sækja PIN.
Í Arion appinu:
Meira > PIN-númer korta > Debetkort/Kreditkort > Sýna PIN.
Hvernig dreifi ég kreditkortareikningi?
Hægt er að dreifa kreditkortareikningnum í Arion appinu eða í netbankanum á innan við mínútu. Þegar nýr reikningur hefur verið gefinn út getur þú á einfaldan hátt valið hversu háa upphæð þú greiðir um næstu mánaðarmót og á hve marga mánuði eftirstöðvarnar skiptast.
Til þess að dreifa kreditkortareikningnum þarft þú að velja kreditkortið þitt í Arion appinu eða í netbankanum og smella á Dreifa.
Sjá frekari upplýsingar hér: www.arionbanki.is/einstaklingar/kort/kreditkort/greidsludreifing/.
Hvernig breyti ég kortaheimild?
Þú getur stillt heimildirnar á kredit- og debetkortunum þínum í Arion appinu og í netbankanum. Þú færð lánaheimild sem þú getur skipt milli Núlána, yfirdráttarheimildar og kortaheimildar eins og þér hentar. Lánaheimildin er reiknuð reglulega með sjálfvirkum hætti og byggir á fjárhags- og viðskiptasögu þinni.
Til þess að breyta kortaheimildinni í Arion appinu velur þú kreditkortið/debetkortið þitt og smellir á Heimild.
Til þess að breyta kortaheimildinni í netbankanum velur þú Forsíðuyfirlit í valmyndinni til vinstri, smellir á punktana þrjá aftan við viðkomandi debetkortareikning/kreditkort og smellir á Breyta heimild.
Týnt kort - hvað geri ég?
Auðvelt er að frysta kreditkort í Arion appinu eða netbankanum.
Netbanki/app: Velja kreditkort > Frysta kort > Staðfesta.
Hægt er að enduropna aftur í netbanka/appi ef kortið finnst með því að velja Virkja kort.
Þegar þú hefur leitað af þér allan grun getur þú haft samband til að láta loka kortinu varanlega í Þjónustuveri Arion banka í síma 444 7000 alla virka daga frá kl. 9-17.
Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu Valitor í síma 525 2000.
Hvernig verður útgreiðslu séreignarsparnaðar háttað?
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar. Um er að ræða sambærilegt úrræði og var í gildi á árunum 2009-2014.
Heildargreiðsla að hámarki 12 milljónir kr. á einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 1. apríl 2020.
Greitt í jöfnum mánaðarlegum greiðslum, 800.000 kr. á mánuði, að frádreginni staðgreiðslu tekjuskatts, á allt að 15 mánuðum frá umsókn.
Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
Ef einstaklingur á viðbótarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal gera grein fyrir því í umsókn, en 12 milljón kr. hámarkið gildir um alla vörsluaðila viðbótarsparnaðar samtals.
Umsóknartímabil: 1. apríl 2020 til 31. desember 2020.
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í apríl.
Vakin er athygli á að frumvarpið hefur enn ekki verið samþykkt svo að ofangreint gæti tekið einhverjum breytingum í meðferð þingsins. Undirbúningur er þegar hafinn og verða frekari upplýsingar um úrræðið birtar þegar þær liggja fyrir.
Hvernig get ég stofnað sparireikning?
Í Arion appinu:
Undir valmöguleikanum "meira" í Arion appinu er valinn reiturinn "Reikningar"
Í Netbanka Arion banka:
Hvernig fæ ég rafræn skilríki í símann minn?
Byrjaðu á að athuga hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur rafrænna skilríkja með því að fletta upp símanúmerinu þínu hér.
Hægt er að nýta rafræn skilríki með flestum tegundum farsíma, aðalmálið er að SIM kortið uppfylli þær tæknilegu kröfur sem til þarf.
Ef SIM kortið þitt uppfyllir ekki kröfur rafrænna skilríkja þarftu að hafa samband við þitt símafyrirtæki þar sem þú getur fengið nýtt SIM kort.
Þegar þú ert komin/n með nýtt SIM kort í símann þinn getur þú pantað símaviðtal hér og við aðstoðum þig við virkjunina.
Þjónustan er einungis í boði fyrir viðskiptavini Arion banka.
Auðkenni virkjar einnig rafræn skilríki. Nánari upplýsingar má finna hér.
Hvernig stofna ég netbanka?
Netbankinn býður upp á fjölmarga möguleika í bankaþjónustu og allt saman á styttri tíma en það tæki þig að fara í útibú.
Hér getur þú stofnað netbankaNetbanki Arion banka í símanum og/eða spjaldtölvunni
Það er einfaldara en þú heldur að lifa í rafrænum heimi. Kíktu á leiðbeiningarnar hér fyrir neðan til að fræðast um það hvernig þú hefur aðgang að Netbanka Arion banka í tölvunni þinni eða snjalltækinu.
Að setja upp Arion appið í símanum og/eða spjaldtölvunni
Það er einfaldara en þú heldur að lifa í rafrænum heimi. Kíktu á leiðbeiningarnar hér fyrir neðan til að fræðast um það hvernig þú setur Arion appið eða hvað app sem er inn á símann eða spjaldtölvuna þína. Leiðbeiningarnar eiga bæði við um iPhone og Android símtæki.
Hvernig greiði ég með símanum?
Það geta allir skráð bæði debet- og kreditkort í Apple Pay eða Arion appið (Android) og borgað með símanum.
Einfalt er að tengja kortin þín í Arion appinu hvort sem þú ert með iPhone eða Android síma.
Kemst ég í bankahólfið mitt?
Útibú Arion banka í Borgartún 18 er sem stendur lokað vegna ástandsins. Athugið að hægt er að komast í bankahólf í Borgartúni 18 frá kl. 9-11 alla virka daga. Gengið er inn baka til. Nánari upplýsingar í símum 444 6048 og 444 6005.
Önnur útibú bankans á landsbyggðini sem hafa að geyma bankahólf eru enn opin en með skertan opnunartíma. Allar upplýsingar um opnunartíma má finna hér.
Fjölbreyttar aðgerðir í hraðbönkum
Hraðbankar Arion banka eru víðsvegar um landið og í mörgum útibúum er ný kynslóð hraðbanka sem býður upp á fjölbreyttari þjónustu.
Innlagnarhraðbankar
Í innlagnarhraðbönkum er hægt að leggja inn peninga, greiða ógreidda reikninga, taka út peninga, millifæra og fylla á frelsi. Finndu næsta hraðbanki í þínu nágrenni hér.
Gjaldeyrishraðbankar
Í gjaldeyrishraðbönkum okkar er hægt að taka út gjaldeyri. Úttektarmörk og mynt má sjá hér.
Hvernig greiði ég ógreidda reikninga/kröfur?
Hvernig skrái ég reikninga í sjálfvirka millifærslu (beingreiðslu)?
Hægt er að skrá sjálfvirkar greiðslur (beingreiðsla) í Netbanka Arion banka og Arion appinu. Það er góður kostur til að greiða reikningana sem koma reglulega.
Setja á sjálfvirka greiðslu í Arion appinu
Ógreitt > Velja ógreiddan reikning > Áfram
Upp koma valmöguleikarnir
Setja i sjálfvirka greiðslu í Netbanka Arion banka
Vinsamlega athugið
Hvernig legg ég inn á annan reikning (millifæri)?
Millfæra í Arion appinu
Til að millifæra í appi er smellt á "Millifæra" neðst í miðjunni á skjánum.
Þá birtist listi yfir þá aðila sem millifært hefur verið á áður. Ef millifærsla er á nýjan viðtakenda er hægt að slá inn kennitölu viðkomandi efst á skánum. í næsta skrefi er reikningsnúmer slegið og svo upphæð. Því næst tekur við staðfestingargluggi og þar er hægt að velja úttektarreikning og bæta við útskýringu. Að lokum þarf að slá inn leyninúmer og smella á "greiða" og við taka upplýsingar um hvort greiðsla hafi tekist.
Millifæra í Netbanka Arion banka
Til þess að leggja inn á annan reikning (millifæra) í netbankanum er farið í Yfirlit > Greiðslur > Millifæra. Hægt er að velja þekkta viðtakendur sem lagt hefur verið inn á áður og eins skoða síðustu millifærslur. Slegið er inn Pin númer úttektarreiknings, viðtakandi og upphæð valin og svo er ýtt á Áfram neðst á síðunni.
Millifæra í hraðbanka
Í innlagnarhraðbönkum okkar er hægt að millifæra inn á aðra reikninga. Finndu næsta innlagnarhraðbanka nálægt þér hér.
Hvernig geri ég símgreiðslu (erlenda millifærslu)?
Við bjóðum upp á erlendar millifærslur fyrir einstaklinga í netbankanum.
Leiðbeiningar og ítarupplýsingar má finna hér.
Hvar get ég nálgast skjöl sem ég hef undirritað rafrænt?
Lánið mitt er í beingreiðslu/sjálfvirkri skuldfærslu
Lánið mitt er í greiðsluþjónustu í útibúinu
Lánið mitt er í Netdreifingu
Þú verður að breyta Netdreifingunni sjálf/ur í netbankanum. Athugaðu að fylgjast vel með því að Netdreifingin endi ekki í mínus í lok ársins.
Hvar og hvernig sæki ég um fyrirframgreiðslu?
Þú sækir um með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum.
Er útgreiðslan opin öllum - óháð aldri?
Já, fyrirframgreiðslan stendur öllum til boða. Hafi sjóðfélagi náð 60 ára aldri þá er hins vegar hentugra að sækja um hefðbundna útgreiðslu vegna aldurs því reglurnar sem um hana gilda eru sveigjanlegri en reglur um fyrirframgreiðslu. Sama má segja um erfðaséreign.
Hver er hámarksfjárhæð sem ég má taka út?
Hámarksfjárhæð fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar er 12 milljónir kr. fyrir skatt þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign sjóðfélaga þann 1. apríl 2020, samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila.
Hvaða lífeyrissparnaður er laus til fyrirframgreiðslu?
Allur viðbótarsparnaður er laus til fyrirframgreiðslu þ.e. frjáls séreign vegna viðbótarsparnaðar. Tilgreind séreign, bundin séreign og frjáls séreign vegna skyldusparnaðar eru hins vegar ekki laus til fyrirframgreiðslu.
Hve há er mánaðarleg greiðsla?
Hámarksfjárhæð á mánuði er 800.000 kr. en hægt er að óska eftir að jafnar mánaðargreiðslur séu lægri.
Á hve langan tíma dreifast greiðslurnar?
Fjárhæðin greiðist út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á allt að 15 mánuðum.
Fyrir hvaða tíma þarf umsókn að berast, til að fá útgreitt í mánuðinum?
Umsóknarfrestur er til 10. dags hvers mánaðar. Greitt er út 15. dag hvers mánaðar. Þú sækir um með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum.
Get ég tekið út úr fleiri en einum sjóði?
Já, en aðeins er hægt að taka út 12 milljónir kr. í heildina, samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila. Aðeins er greitt úr einum sjóði í einu, nema þann mánuð sem greiðslum lýkur úr einum sjóði og greiðslur hefjast í öðrum.
Ef ég sæki um 12 milljónir kr. fæ ég þá örugglega 12 milljónir kr.?
Lækki gengi sjóðsins á tímabilinu getur endanleg fjárhæð sem greidd er út orðið lægri en sú fjárhæð sem var laus til fyrirframgreiðslu við gildistöku laganna, þann 1. apríl 2020.
Er of seint fyrir mig að sækja um fyrirframgreiðslu um áramótin?
Nei það er ekki of seint. Umsóknartímabilið er til og með 1. janúar 2021. Ef þú sækir t.d. um útgreiðslu á 12 milljónum kr. þá, færðu útgreiðslur næstu 15 mánuði þar á eftir.
Viðbótarsparnaður er eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á
Viðbótarsparnaður er undanþeginn fjármagnstekjuskatti, auk þess sem ekki er greiddur erfðafjárskattur af honum við fráfall. Hins vegar þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af ávöxtun almenns sparnaðar og erfðafjárskatt við fráfall. Þá er ekki hægt að ganga að viðbótarsparnaði upp í fjárhagslegar skuldbindingar við gjaldþrot líkt og gildir í hefðbundnum sparnaði.
Þarf ég að greiða tekjuskatt vegna fyrirframgreiðslu?
Já, vörsluaðili sér um að standa skil á tekjuskatti. Ástæðan er sú að viðbótariðgjöld eru dregin af launum áður en tekjuskattur er reiknaður og greiðslu tekjuskatts frestað fram að útgreiðslu. Skatthlutfall í staðgreiðslu skiptist nú í 3 skattþrep nánar á vefsíðu RSK.
Mikilvægt er að sjóðfélagar séu meðvitaðir um í hvaða skattþrepi greiðslan lendir þegar tekið hefur verið tillit til annarra tekna. Líkur eru á að fyrirframgreiðslan lendi í hærra skattþrepi ef tekið er út á meðan sjóðfélagi er með önnur laun. Því kann fyrirframgreiðslu að fylgja skattalegt óhagræði.
Get ég nýtt persónuafslátt?
Já, ef nýta á persónuafslátt þarf að taka það fram í umsókn. Heimilt er að nýta skattkort maka 100% ef um samsköttun er að ræða. Heimilt er að nýta skattkort látins maka í 9 mánuði frá andláti. Persónuafsláttur vegna 2020 er 54.628 kr. á mánuði/655.538 kr. á ári og heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2020. Nánar á vefsíðu RSK.
Ef ég nýti mér úrræðið núna, hefur það áhrif á framtíðargreiðslur mínar þegar komið er á eftirlaunaaldur?
Það er viðeigandi að hafa í huga að „eyðist það sem af er tekið“. Einn af kostum viðbótarsparnaðar er að hann getur minnkað þá tekjulækkun sem yfirleitt verður við starfslok. Eðli málsins samkvæmt leiðir fyrirframgreiðsla viðbótarsparnaðar til þess að uppsafnaður sparnaður og útgreiðslur síðar meir verða lægri, sem getur því haft áhrif á lífskjör á eftirlaunaárunum. Það er alltaf góð regla að horfa á heildarmyndina. Ef þörfin fyrir fyrirframgreiðslu nú er brýn, þá er ákvörðunin fljóttekin því þetta getur reynst góð leið til að drýgja tekjur við þær erfiðu aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í dag, enda er það tilgangurinn með þessu úrræði. Sumir kjósa hins vegar að fara bil beggja og nýta hluta af heimildinni og eiga hluta til góða við starfslok. Allt eftir þörfum hvers og eins.
Getur kröfuhafi krafist þess að ég óski eftir fyrirframgreiðslu á viðbótarsparnaði mínum?
Nei, kröfuhafa er óheimilt að krefjast þess.
Er viðbótarsparnaður aðfararhæfur?
Nei, viðbótarsparnaður er ekki aðfararhæfur meðan hann er í séreignarsjóði og því ekki hægt að ganga að honum vegna fjárhagslegra skuldbindinga, líkt og gildir um flestar aðrar eignir. Þessi vernd er ekki lengur til staðar á þeirri séreign sem greidd hefur verið úr sjóðnum, inneign á bankareikningi er t.d. aðfararhæf.
Hvenær á fyrirframgreiðsla við og hvenær gæti verið betra að sækja um aðra tegund útgreiðslu?
Ef þú færð framfærsluuppbót samhliða örorkulífeyri frá Tryggingastofnun þá er betra að sækja um fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar frekar en að sækja um á grundvelli örorku því fyrirframgreiðslan hefur ekki áhrif til lækkunar á framfærsluuppbót. Auk þess dreifist fyrirframgreiðslan á styttri tíma. Það getur hentað sumum betur.
Fyrirframgreiðsla á hins vegar ekki við þegar 60 ára aldri er náð eða þegar sótt er um erfðaséreign. Í þeim tilfellum gilda almennar útgreiðslureglur sem eru rýmri en þær reglur sem gilda um fyrirframgreiðslur.
Hafa fyrirframgreiðslur áhrif á bótagreiðslur?
Fyrirframgreiðslan hefur ekki áhrif á greiðslu húsnæðisbóta, barnabóta, vaxtabóta, atvinnuleysisbóta og greiðslna til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, eða bóta skv. lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega (t.d. framfærsluuppbót örorkulífeyris). Nánar í skilmálum umsóknar.
Af hverju þarf að senda launaseðla til Vinnumálastofnunar þegar sótt er um atvinnuleysisbætur?
Til að Vinnumálastofnun geti metið hvort réttur er til atvinnuleysisbóta þurfa upplýsingar um aðrar tekjur að fylgja umsókn. Því er óskað eftir öllum launaseðlum síðustu tvo mánuði. Gildir jafnt um fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar og aðrar tekjur, jafnvel þó að fyrirframgreiðslur skerði ekki atvinnuleysisbætur. Sjóðfélagar geta nálgast launaseðla um fyrirframgreiðslur í netbanka.
Ef ég flyt séreign á milli vörsluaðila, eftir að hafa sótt um fyrirframgreiðslu hjá fyrri vörsluaðila, þarf ég þá að sækja um að nýju hjá núverandi vörsluaðila?
Já þú þarft að sækja um hjá núverandi vörsluaðila, ef ætlunin er að fá fyrirframgreiðslu. Umsókn frá öðrum vörsluaðila flyst ekki yfir samhliða flutningi á séreign, hvort sem fyrirframgreiðslur voru hafnar eða ekki. Athugaðu að heildarfyrirframgreiðsla úr viðbótarsparnaði verður þó aldrei hærri en 12 milljónir kr. samtals sem þýðir að ef útgreiðslur hófust hjá fyrri vörsluaðila munu þær greiðslur sem þú fékkst þaðan, dragast frá þeirri upphæð sem þú getur sótt um hjá núverandi vörsluaðila.
Fæ ég senda launaseðla?
Launaseðlar eru aðgengilegir í netbanka sjóðfélaga.
Hvert er upphæðin millifærð við útgreiðslu?
Einungis er leyfilegt að millifæra á bankareikning á kennitölu sjóðfélaga. Prókúra á reikning nægir ekki. Ekki er millifært á erlenda reikninga.
Get ég breytt fyrirframgreiðslu umsókninni minni?
Já, þú getur gert breytingar á Mínum síðum. Ef þú vilt breyta samskiptaleiðum, bankareikningi og skattaupplýsingum velur þú Persónuupplýsingar efst í hægra horni. Ef þú vilt breyta fjárhæð eða fjölda mánaða þá þá velur þú Stöðva fyrirframgreiðslu. Eftir það gerir þú nýja umsókn með því að Sækja um fyrirframgreiðslu. Hafir þú sótt um fyrirframgreiðslu en vilt hætta alfarið við umsóknina velur þú Stöðva fyrirframgreiðslur.
Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum.
Verum á varðbergi.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".