Ertu í greiðsluvanda?

Tímabundir greiðsluerfiðleikar

Við vitum að í ástandi eins og nú er í samfélaginu geta einhverjir lent í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Því viljum við benda á nokkrar leiðir sem gætu hjálpað til við að greiða úr málunum. 

Dæmi um lausnir

Greiðsluhlé vegna afborgana íbúðalána

Ef upp koma erfiðleikar við að standa skil á afborgunum á íbúðalánum vegna COVID-19 stendur til boða að gera hlé á afborgunum íbúðalána í allt að þrjá mánuði.

Nánari upplýsingar um greiðsluhlé

Fyrirtæki í greiðsluvanda

Við munum leita leiða til að aðstoða þá viðskiptavini sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19. Leiðarljósið í þeirri vinnu er að veita fyrirtækjum tímabundið svigrúm til að standa við sínar skuldbindingar og halda rekstri gangandi í þeim aðstæðum sem nú eru uppi.

Sjá nánar

Afgreiðslutími útibúa

- frá og með 12. maí

Útibú Arion banka munu opna aftur 12. maí en áfram verður nauðsynlegt að gæta að fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglunni. Áfram verður hægt að bóka fund  í útibúi og hvetjum við viðskiptavini til að nýta sér það.

Sjá nánar um afgreiðslutíma útibúa

Nýtum stafrænar þjónustuleiðir

Greiðum snertilaust

Greiðum snertilaust með greiðslukortum frekar en að nota seðla og mynt. Einnig er hægt að greiða snertilaust með síma og snjallúrum.

Með greiðslukortum
Með símum og snjallúrum

Notum Arion appið

Með Arion appinu getur þú átt öll helstu bankaviðskipti. 

Örugg og þægileg leið.

Sækja appið fyrir iPhone síma
Sækja appið fyrir Android síma

Notum netbanka

Það er hægt að sinna næstum öllum almennum bankaaðgerðum í netbankanum. Þjónustuverið er líka opið í síma 444 7000 sem og netspjallið á arionbanki.is.

Netbanki Arion banka

Kennslumyndbönd fyrir Arion appið

Hjálpum ættingjum og vinum að sinna bankaviðskiptum í gegnum stafrænar leiðir.

Við höfum sett saman kennslumyndbönd sem hjálpa fólki við að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.

Sjá nánar

Fyrirframgreiðsla
viðbótarsparnaðar

Hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda snýr að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar.

Sjá nánar

Vegna ferða
sem falla niður 

Kynntu þér hvað er til ráða ef fyrirhuguð ferð fellur niður eða útséð að ekki er hægt að fara í hana.

Sjá nánar

Það er hægt að sinna nánast öllum bankaviðskiptum að heiman

Vörumst blekkingar

Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum.

Verum á varðbergi.

Almennar upplýsingar varðandi netöryggi

Tengdar fréttir

25. mars 2020

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með morgundeginum, 26. mars, loka á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir...

LESA NÁNAR