Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með 5. október, loka á heimsóknir í útibú og fyrirtækjakjarna okkar nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

Bóka funD í Útibúi

Einnig er hægt er að tala beint við ráðgjafa í gegnum auðkennt netspjall hér á arionbanki.is með því að smella á bláu bóluna neðst í hægra horninu eða með því að hringja í þjónustuver í síma 444 7000 virka daga kl. 9–16. 

Nýtum stafrænar þjónustuleiðir

Notum netbankann

Það er hægt að sinna næstum öllum almennum bankaaðgerðum í netbankanum.Nánar um netbankann

Kennslumyndbönd fyrir Arion appið

Í myndböndunum förum við í gegnum allar helstu aðgerðir sem í boði eru í Arion appinu, skref fyrir skref. Tilvalin hjálp fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.

Myndböndin eru líka gott hjálpartæki fyrir þau sem vilja aðstoða og hvetja ömmu og afa, frænda og frænku og alla aðra sem þurfa á aðstoð að halda.

Sjá nánar

Við stöndum með íslensku atvinnulífi

Við munum leita leiða til að aðstoða þá viðskiptavini sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19.

Sjá nánar

Það er hægt að sinna nánast öllum bankaviðskiptum að heiman

Vörumst blekkingar

Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum.

Verum á varðbergi.

Almennar upplýsingar varðandi netöryggi