Úrræði fyrir fyrirtæki í tímabundnum rekstrarvanda

Úrræði fyrir fyrirtæki í tímabundnum rekstrarvanda

Úrræði fyrir fyrirtæki í tímabundnum rekstrarvanda - mynd

Arion banki mun leita leiða til að aðstoða viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19. Leiðarljósið í þeirri vinnu er að veita fyrirtækjum tímabundið svigrúm til að standa við sínar skuldbindingar og halda rekstri gangandi í þeim aðstæðum sem nú eru uppi.

Unnið er að nánari útfærslu úrræða í samvinnu við helstu hagaðila og í samræmi við þá yfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands hefur gefið út undir yfirskriftinni; Viðspyrna fyrir íslenskt efnahagslíf. Væntingar eru um að línur skýrist á næstu dögum og verða viðskiptavinir þá upplýstir um þau úrræði sem í boði verða.

Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluvanda að setja sig í samband við sinn tengilið hjá bankanum eða hafa samband hér.

Sjá nánar á vef stjórnarráðsins:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/10/Vidspyrna-fyrir-islenskt-efnahagslif/

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/12/Frumvarp-um-frestun-gjalda-afgreitt-ur-rikisstjorn/

Sjá nánar um aðgerðir bankans vegna COVID-19