Fyrirframgreiðsla viðbótarsparnaðar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar. Um er að ræða sambærilegt úrræði og var í gildi á árunum 2009-2014 og gildir eingöngu um frjálsa séreign úr viðbótarsparnaði.

Útfærsla:

  • Heildargreiðsla að hámarki 12 milljónir kr. á einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 1. apríl 2020, samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila.
  • Greitt í jöfnum mánaðarlegum greiðslum. Hægt er að velja fjárhæð á mánuði, hámark 800.000 kr. og fjölda mánaða, hámark 15 mánuði. Greiða þarf tekjuskatt af fjárhæðinni.
  •  Umsóknartímabil:  apríl 2020 til 1. janúar 2021.

Sótt er um útgreiðslu á Mínum síðum sjóðanna þar sem viðskiptavinir skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru nú þegar með rafræn skilríki er hvattir til að verða sér úti um þau, sjá leiðbeiningar.

Sækja um fyrirframgreiðslu úr Lífeyrisauka   Sækja um fyrirframgreiðslu úr Frjálsa

Við hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér úrræðið vel með því að horfa á myndbandið og fara yfir algengar spurningar sem finna má hérna fyrir neðan.

Spurt og svarað