Betri bankaþjónusta

Með vildarþjónustu kemur bankinn til móts við viðskiptavini sem nýta sér fjölbreytta þjónustu bankans. Þægindin eru að hafa öll sín bankaviðskipti á einum stað.

Vildarþjónusta Gull

 • Aðgangur að Einkaklúbbnum sem veitir afslátt hjá yfir 300 fyrirtækjum 
 • 50% afsláttur af árgjaldi debetkorta
 • 150 fríar debetkortafærslur
 • 25% afsláttur af árgjaldi kreditkorta*
 • 50% afsláttur af árgjaldi kreditkorta ef veltuviðmið nást*
 • Afsláttur af kaupum á gjafakortum

* Gildir ekki um Premium World kort.

Vildarþjónusta Platínum

 • Aðgangur að Einkaklúbbnum sem veitir afslátt hjá yfir 300 fyrirtækjum 
 • Frítt árgjald af debetkortum
 • 200 fríar debetkortafærslur 
 • 25% afsláttur af árgjaldi kreditkorta*
 • 50% afsláttur af árgjaldi kreditkorta ef veltuviðmið nást*
 • Afsláttur af kaupum á gjafakortum

Hvernig kemst ég í vildarþjónustuna?

Vildarþjónusta Gull

Þú þarft að vera með debetkortareikning eða Eignalífeyrisbók með reglulegum innborgunum og að lámarki þrjá þjónustuþætti.

Vildarþjónusta Platinum

Þú þarft að vera með debetkortareikning eða Eignalífeyrisbók með reglulegum innborgunum og fimm þjónustuþætti. Að auki þarftu að eiga að lágmarki samtals þrjár milljónir króna í innlánum eða í lífeyrissparnaði hjá Arion banka.

Þeir þjónustuþættir sem telja í vildarþjónustu eru

 • Kreditkort
 • Inneign á sparnaðarreikningi
 • Reglubundinn sparnaður
 • Skuldabréfalán
 • Netbanki
 • Netdreifing eða greiðsluþjónusta með útgjaldadreifingu
 • Lífeyrissparnaður
 • Einkabankaþjónusta