Vildarþjónusta
Færir þér allt það besta í alhliða bankaþjónustu á hagstæðari kjörum en almennt bjóðast.
Velkomin í viðskiptiBetri bankaþjónusta
Með vildarþjónustu kemur bankinn til móts við viðskiptavini sem nýta sér fjölbreytta þjónustu bankans. Þægindin eru að hafa öll sín bankaviðskipti á einum stað.
Vildarþjónusta Gull
- Aðgangur að Einkaklúbbnum sem veitir afslátt hjá yfir 300 fyrirtækjum
- 150 fríar debetkortafærslur
- 25% afsláttur af árgjaldi kreditkorta*
- Afsláttur af kaupum á gjafakortum
Vildarþjónusta Platínum
- Aðgangur að Einkaklúbbnum sem veitir afslátt hjá yfir 300 fyrirtækjum
- 200 fríar debetkortafærslur
- 25% afsláttur af árgjaldi kreditkorta*
- Afsláttur af kaupum á gjafakortum
* Gildir ekki um Premium World kort.
Hvernig kemst ég í vildarþjónustuna?
Vildarþjónusta Gull
Þú þarft að vera með debetkortareikning eða Premium 50+ með reglulegum innborgunum og að lágmarki þrjá þjónustuþætti.
Vildarþjónusta Platinum
Þú þarft að vera með debetkortareikning eða Premium 50+ með reglulegum innborgunum og fimm þjónustuþætti. Að auki þarftu að eiga að lágmarki samtals þrjár milljónir króna í innlánum eða í lífeyrissparnaði hjá Arion banka.
Þeir þjónustuþættir sem telja í vildarþjónustu eru
- Kreditkort
- Inneign á sparnaðarreikningi
- Reglubundinn sparnaður
- Skuldabréfalán
- Netbanki
- Netdreifing eða greiðsluþjónusta með útgjaldadreifingu
- Lífeyrissparnaður
- Einkabankaþjónusta