Airport Companion Europe appið frá DragonPass, ómissandi ferðafélagi

Njóttu fríðinda á flugvöllum víða um heim með aðgangi að Airport Companion Europe appinu frá DragonPass.

  • 1.100 betri stofur og tilboð á veitingastöðum á flugvöllum víða um heim
    - Aðgangur að betri stofum í yfir 100 löndum og 200 borgum
    - Afsláttur og tilboð á völdum veitingastöðum, meðal annars á Keflavíkurflugvelli

Aðgangur að appinu er gjaldfrjáls fyrir Premium World og Platinum Business Travel korthafa, en greitt er vægt gjald ef appið er nýtt til að fá aðgang að betri stofum á flugvöllum erlendis. Heimilt er að bjóða gesti með sér í betri stofuna gegn gjaldi.

Afsláttur á flugstöðvum víða um heim

Airport Companion appið veitir þér allt að 25% afslátt á völdum veitingastöðum á flugvöllum víða um heim.

Afsláttarkjör eru mismunandi á milli veitingastaða svo mikilvægt er að kynna sér kjörin í appinu áður en verslað er.

Til að virkja afsláttarkjörin finnur þú veitingastaðinn í appinu og velur „Redeem Discount“. Þá birtist QR-kóði sem þú sýnir starfsmanni þegar þú greiðir.

Aðgangur að betri stofum á flugvöllum

Fáðu aðgang að betri stofum með aðgangi að Airport Companion Europe appinu frá DragonPass. 

Betri stofurnar gera biðina á flugstöðvunum þægilegri. Þar er gott að slaka á í rólegu umhverfi og notalegum sætum, njóta veitinga og ókeypis netsambands. Í appinu finnur þú upplýsingar um hvar betri stofurnar eru staðsettar, opnunartíma og hvaða þjónusta er í boði í hverri stofu fyrir sig.

Til að fá aðgang velur þú betri stofu sem þú vilt heimsækja og kaupir aðgang að henni. Í kjölfarið birtist QR-kóði í appinu sem þú framvísar við inngang.

Hvernig sækir þú appið?

Það er einfalt að sækja appið og skrá sig í þjónustuna* en til þess að ná í appið þá ferð þú annað hvort í Google Play Store eða App Store, leitar að „Airport Companion Europe“ og hleður niður.

Þegar búið er að sækja appið og skrá sig með Premium World eða Platinum Business Travel korti er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða fríðindi standa þér til boða, svo sem staðsetningu, opnunartíma, þjónustu og tilboð.

*Með því að hlaða niður og nota Airport Companion Europe appið frá DragonPass samþykkir þú skilmála DragonPass fyrir notkun á appinu eins og þeir eru á hverjum tíma.

Það er einfalt að greiða fyrir heimsókn á betri stofur með appinu

  1. Þú byrjar á því að finna þá betri stofu sem þú vilt heimsækja og opnar í appinu.
  2. Næst er valið: „Member Access“
  3. Í kjölfarið er skráð hversu marga aðganga óskað er eftir að kaupa með því að velja „+Add Visit(s)“
  4. Þá birtir appið kostnað fyrir heimsóknina og boðið er upp á að ganga frá greiðslu með „Continue to Payment“.
  5. Þegar búið er að ganga frá kaupum á heimsókn í betri stofu í appinu þá er staðfestingu þess efnis framvísað við inngang betri stofunnar og þú nýtur allra þeirra fríðinda sem betri stofan hefur upp á að bjóða.