Íbúðalán
Við bjóðum fjölbreyttar leiðir við fjármögnun íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Þú getur sniðið lánið að þínum hentugleikum og hefur val um verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð lán.
Nánar um greiðslumat.png?proc=subpagehero)
Kanna greiðslugetu
Áætlaðu þína greiðslugetu með því að slá inn helstu upplýsingar í reiknivélina okkar. Niðurstaðan gefur þér vísbendingu um niðurstöðu fullgilds greiðslumats.
Fullgilt greiðslumat
Við bjóðum einfalda og hraðvirka þjónustu þegar kemur að því að kanna greiðslugetu þína. Greiðslumatið er rafrænt og tekur aðeins örfáar mínútur.
Sækja um íbúðalán
Þú getur farið í gegnum íbúðarlánaferlið rafrænt hér á vefnum, það er bæði einfalt og hraðvirkt, en við bjóðum vissulega einnig upp á þjónustu og ráðgjöf.
Græn íbúðalán
Engin lántökugjöld vegna lána til kaupa á umhverfisvottuðu íbúðarhúsnæði
Við bjóðum viðskiptavinum 100% afslátt af lántökugjaldi á íbúðalánum við kaup á umhverfisvottuðu íbúðarhúsnæði.
Liggja þarf fyrir staðfesting um að eignin hafi verið vottuð af einum eftirtalinna aðila:
- Svansvottun
- BREEAM - Very Good
- LEED Gold
Myndbönd
Fyrstu íbúðakaup
Til að auðvelda þér þín fyrstu fasteignakaup lánum við allt að 85% af markaðsvirði og veitum 100% afslátt af lántökugjaldi.
Þeim sem eru að kaupa fyrstu fasteign stendur einnig til boða að sækja um Hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hægt er að kynna sér þau lán á síðunni hlutdeildarlan.is.
Með viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka getur þú svo nýtt þér allt að 500 þúsund krónur á ári til þess að greiða lánið þitt hraðar niður. Hjón gætu því nýtt allt að 1 milljón króna á ári skattfrjálst.
Nánar um viðbótarlífeyrissparnað
Nánari upplýsingar um úrræði vegna fyrstu íbúðarkaupa má lesa á vef RSK
Áttu von á barni?
Ef þú átt þann gleðilega viðburð í vændum að eignast barn býður Arion banki þér að lækka greiðslurnar af íbúðalánum þínum um allt að helming á meðan þú ert í fæðingarorlofi. Þannig er auðveldara að njóta þessa einstaka tíma.
Nánar um lægri greiðslubyrðiRáðgjafar Arion banka
Þegar kemur að fasteignakaupum veita ráðgjafar Arion banka þér faglega ráðgjöf um kaupferlið og þau lán sem við bjóðum.
Fjármálaráðgjafar Arion banka hafa lokið eða eru að ljúka námi um vottun fjármálaráðgjafa. Vottunin tryggir að fjármálaráðgjafar búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi með það markmið að mæta væntingum viðskiptavina.
Panta ráðgjöf
Tryggingar heimilisins
Arion banki er í samstarfi við Vörð tryggingar. Við hvetjum þig til að nota tækifærið og endurskoða tryggingar heimilisins.
Hafðu samband og við skoðum þetta í sameiningu.