Íbúðalán

Fjölbreyttar leiðir við fjármögnun íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Umsóknarferlið er rafrænt og tekur aðeins nokkar mínútur. 

Við styðjum við bakið á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign með því að lána allt að 85% af markaðsvirði og veitum 100% afslátt af lántökugjaldi þegar um fyrstu fasteignakaup er að ræða.

Sækja um íbúðalán  Kanna greiðslugetu

Börn breyta öllu

Þegar barn bætist við fjölskylduna breytist ýmislegt. Mest auðvitað þegar fyrsta barnið kemur, en það þarf alltaf að endurskoða allt þegar fjölskyldan stækkar. Fjármálin eru þar ekki undanskilin. 

Við bjóðum ýmsar lausnir og þjónustu sem er sérsniðin að þörfum stækkandi fjölskyldna.

Áttu von á barni?

Ef þú átt þann gleðilega viðburð í vændum að eignast barn býður Arion banki þér að lækka greiðslurnar af íbúðalánum þínum um allt að helming á meðan þú ert í fæðingarorlofi. Þannig er auðveldara að njóta þessa einstaka tíma.

Nánar um lægri greiðslubyrði


Lægri greiðslubyrði í fæðingarorlofi

Á meðan þú ert í fæðingarorlofi er mikilvægt að njóta tímans. Þess vegna bjóðum við þér að lækka greiðslurnar af íbúðalánum þínum um allt að helming á orlofstímanum. Þá greiðir þú fasta upphæð mánaðarlega í allt að 10 mánuði. Upphæðin miðast við helming af heildargreiðslu síðasta reiknaða gjalddaga. Eftirstöðvar greiðslu leggjast við höfuðstól lánsins.

Þú þarft að sýna fram á töku fæðingarorlofs með greiðsluyfirliti Fæðingarorlofssjóðs. Skilyrði er að þú búir í eigninni sem íbúðalánið þitt er með veð í. Athugaðu að greiða þarf kostnað vegna skjalagerðar, sjá liðinn Samkomulag vegna fæðingarorlofs í verðskrá bankans auk kostnaðar vegna veðbókarvottorðs og þinglýsingar.

Til að fræðast betur um möguleika þína getur þú pantað fund með ráðgjafa hér neðar á síðunni eða sent helstu upplýsingar á ibudalan@arionbanki.is.

Framtíðarreikningur
og reglubundinn sparnaður

Við kennum börnunum okkar að meta gildi sparnaðar með góðu fordæmi. Framtíðarreikningur er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga. Reikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans á hverjum tíma. Innstæðan er laus til úttektar við 18 ára aldur.

Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að byggja upp sjóð fyrir barnið. Fjárhæðin þarf ekki að vera há en með reglubundnum sparnaði er fjárhæð fljót að vaxa og margt smátt gerir eitt stórt. Fjárhæðir sem lagðar eru fyrir reglulega geta verið upphafið að traustari fjárhag barnsins til lengri tíma.

Nánar um Framtíðarreikning

Tryggingar – líf og sjúkdómatrygging Varðar

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Þess vegna viljum við búa henni öruggt umhverfi. Það er mikilvægt að vera tryggður ef tekjur heimilisins skerðast vegna slysa eða veikinda.

Með líf- og sjúkdómatryggingum Varðar rennir þú stoðum undir fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar, komi til slysa, veikinda eða fráfalls. Athugaðu að þú getur gengið frá tryggingarverndinni í Arion appinu

Nánar um líf- og sjúkdómatryggingar Varðar