Lægri greiðslubyrði í fæðingarorlofi

Ef þú átt þann gleðilega viðburð í vændum að eignast barn býður Arion banki þér að lækka greiðslurnar af íbúðalánum þínum um allt að helming, á meðan þú ert í fæðingarorlofi, til að auðvelda þér að njóta þessa einstaka tíma.

Greidd er föst upphæð mánaðarlega í allt að 9 mánuði. Upphæðin miðast við helming af heildargreiðslu síðasta reiknaða gjalddaga. Eftirstöðvar greiðslu leggjast við höfuðstól lánsins.

Sýna þarf fram á töku fæðingarorlofs með greiðsluyfirliti Fæðingarorlofssjóðs. Til að geta sótt um lægri greiðslubyrði í fæðingaorlofi þarftu að búa í eigninni sem íbúðalánið þitt er með veð í.

Athugaðu að greiða þarf kostnað vegna skjalagerðar sjá liðinn Samkomulag vegna fæðingarorlofs í verðskrá bankans auk kostnaðar vegna veðbókarvottorðs og þinglýsingar.

Hafðu samband við þjónusturáðgjafa í næsta útibúi bankans og kynntu þér möguleika þína eða sendu helstu upplýsingar á ibudalan@arionbanki.is.