Sendu íbúðalánið
í sumarfrí

Ef þú ert með íbúðalán hjá okkur þá getur þú frestað einni afborgun af íbúðaláninu þínu í sumar í júní, júlí eða ágúst.

Sækja þarf um fyrir 20. dag mánaðar til að fá frystingu um næstu mánaðamót á eftir.

Sumarleyfi íbúðarlána virkar þannig að afborgun íbúðalánsins verður fryst í einn mánuð en áfallnir vextir og verðbætur þann mánuð leggjast við höfuðstól íbúðalánsins og mynda nýjan höfuðstól. Þegar afborganir hefjast aftur verður hver greiðsla á gjalddaga hærri en núverandi endurgreiðsluferli, sem nemur hlutfalli af höfuðstólsfærðum vöxtum og einnig vegna færri heildarfjölda afborgana.

Innheimt er afgreiðslugjald kr. 9.995 fyrir hvert lán sem leggst ofan á næstu afborgun lánsins. Við vinnslu skilmálabreytinga þarf bankinn að taka út veðbókarvottorð eignarinnar. Veðbókarvottorð er sótt með rafrænum hætti til sýslumannsembættis og er kostnaður við það innifalinn í afgreiðslugjaldinu. Umsókn tekur til allra íbúðalána sem umsækjandi er með.

Skjöl verða send á umsækjanda með rafrænum hætti og til rafrænnar undirritunar. Við hvetjum þig til þess að hafa samband á arionbanki@arionbanki.is eða í gegnum netspjall ef spurningar vakna.

Umsókn um sumarleyfi íbúðalána