Sumarleyfi íbúðalána

Arion banki býður viðskiptavinum sínum upp á að fresta einni afborgun af íbúðaláni sínu og er hægt að velja á milli þess að fresta afborgun í júní, júlí eða ágúst.

Sumarleyfið virkar þannig að afborgun íbúðalána verður fryst í einn mánuð, þ.e. áfallnir vextir og verðbætur leggjast við höfuðstól lánsins og mynda nýjan höfuðstól. Þegar greiðsla afborgana hefst að nýju verður hver greiðsla á gjalddaga hærri en samkvæmt núverandi endurgreiðsluferli, sem nemur hlutfalli af höfuðstólsfærðum vöxtum og einnig vegna færri heildarfjölda afborgana. Arion banki innheimtir þóknun kr. 9.995 fyrir hverja afgreiðslu.

Sækja þarf um fyrir 15. dag mánaðar til að fá frystingu um næstu mánaðamót.

Skjöl verða send á viðskiptavini með rafrænum hætti og til rafrænnar undirritunar. Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta rafrænar leiðir til þess að hafa samband við okkur.

Vinsamlegast fylltu út formið hérna fyrir neðan og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Skráningu lokið.