Þarftu að brúa bilið?

Núlán hentar vel ef þú óskar eftir láni í styttri tíma. Lánið getur að hámarki verið til 5 ára og er óverðtryggt með jöfnum afborgunum. Vextir ákvarðast af lánshæfismati.

Ef lánsfjárhæð fer yfir tvær milljónir króna þarf lántaki að standast greiðslumat Arion banka. Eins ef bankinn óskar þess samkvæmt útlánareglum eða af öðrum ástæðum.

Reikna lán

kr.
%

Yfirdráttarlán hentar vel þeim sem þurfa fremur lága upphæð í stuttan tíma. Lánið er afgreitt með skömmum fyrirvara og veitt til allt að 12 mánaða í senn. Lánið ber ekki eiginlegar afborganir svo þú getur hagað endurgreiðslu eftir þínum þörfum.

Möguleg upphæð lánsins er metin út frá tekjum og greiðslugetu hvers viðskiptavinar fyrir sig. Lán lægra en 2.000.000 er afgreitt í netbanka Arion banka. Ef lánið er hærra en tvær milljónir þarf að framkvæma greiðslumat.*

Yfirdráttarlán bjóðast fjárráða viðskiptavinum, 18 ára og eldri, uppfylli þeir kröfur bankans.

Kostir yfirdráttarláns:
 • Ekkert lántöku-, stimpil- eða uppgreiðslugjald.
 • Þú greiðir bara vexti af þeirri upphæð sem þú nýtir hverju sinni**
 • Þú getur sótt um lánið í netbanka Arion banka- sjá leiðbeiningar. Þú færð skilaboð send í netbankann um leið og búið er að afgreiða umsóknina. 

*Einnig i þeim tilfellum sem bankinn óskar þess samkvæmt útlánareglum eða af öðrum ástæðum. Kostnaður við greiðslumat er samkvæmt verðskrá.
 **Vextir eru greiddir samkvæmt útlánsvöxtum viðkomandi debetreiknings.

Reikna ársvexti yfirdráttarláns

kr.
%
dagar

Vextir:

Gott að vita

 • Umsókn er rafræn og því hægt að gera hvenær sem er
 • Auðkenning er gerð með rafrænum skilríkjum
 • Vextir eru kjörvextir bankans auk vaxtaálags sem tekur mið af lánshæfismati
 • Kostnaður við lántöku er 1,9% af upphæð láns ásamt 5.700 kr. í umsýslugjald
 • Kostnaður við greiðslumat er samkvæmt verðskrá bankans
 • Hægt er að greiða upp önnur lán hjá Arion banka með nýju Núláni
 • Ef lánsfjárhæð krefst greiðslumats er sótt um það rafrænt í ferlinu og það reiknast strax
 • Ef sótt er um Núlán með maka þá eru hjón greiðslumetin saman í ferlinu
 • Hægt er að greiða inn á Núlán í netbanka Arion banka án kostnaðar