Þarftu að brúa bilið?

Núlán hentar vel ef þú óskar eftir láni í styttri tíma. Lánið getur að hámarki verið til 5 ára og er óverðtryggt með jöfnum afborgunum. Vextir ákvarðast af lánshæfismati.

Ef lánsfjárhæð fer yfir tvær milljónir króna þarf lántaki að standast greiðslumat Arion banka. Eins ef bankinn óskar þess samkvæmt útlánareglum eða af öðrum ástæðum.

Reikna lán

kr.
%

Gott að vita

 • Nú er hægt að sækja um Núlán í Arion banka appinu
 • Umsækjandi þarf ekki að vera í viðskiptum
 • Hámarkslánsfjárhæð í appi byggist á sjálfsafgreiðsluheimild
 • Lánsfjárhæð innan sjálfsafgreiðsluheimildar greiðist strax út
 • Lágmarks- og hámarkslánstími eru 6 mánuðir og 60 mánuðir
 • Umsókn er rafræn og því hægt að gera hvenær sem er
 • Auðkenning er gerð með rafrænum skilríkjum
 • Vextir eru kjörvextir bankans auk vaxtaálags sem tekur mið af lánshæfismati
 • Kostnaður við lántöku á lánsfjárhæð 100.000 – 2.000.000 er 2,9% lántökugjald
 • Kostnaður við lántöku á lánsfjárhæð yfir 2.000.000 er 1,9% lántökugjald og 5.995 kr. umsýslugjald
 • Kostnaður við greiðslumat er samkvæmt verðskrá
 • Ef lánsfjárhæð krefst greiðslumats er sótt um það rafrænt í ferlinu á vefsíðu Arion banka og það reiknast strax
 • Hægt er að greiða upp önnur lán með Núláni ef sótt er um á vefsíðu Arion banka
 • Ef sótt er um Núlán með maka þá eru hjón greiðslumetin saman í ferlinu
 • Greiðslumeta má saman hjón og einstaklinga í staðfestri sambúð
 • Hægt er að greiða inn á Núlán í netbanka Arion banka án kostnaðar