Yfirdráttarlán

Yfirdráttarlán hentar vel þeim sem þurfa fremur lága upphæð í stuttan tíma. Lánið er afgreitt með skömmum fyrirvara og veitt til allt að 12 mánaða í senn. Lánið ber ekki eiginlegar afborganir svo þú getur hagað endurgreiðslu eftir þínum þörfum.

Möguleg upphæð lánsins er metin út frá tekjum og greiðslugetu hvers viðskiptavinar fyrir sig. 

Yfirdráttarlán bjóðast fjárráða viðskiptavinum, 18 ára og eldri, uppfylli þeir kröfur bankans.

Kostir yfirdráttarláns

  • Ekkert lántöku-, stimpil- eða uppgreiðslugjald.
  • Þú greiðir bara vexti af þeirri upphæð sem þú nýtir hverju sinni.**
  • Þú getur sótt um lánið í netbanka Arion banka. Þú færð skilaboð send í netbankann um leið og búið er að afgreiða umsóknina. 

*Einnig i þeim tilfellum sem bankinn óskar þess samkvæmt útlánareglum eða af öðrum ástæðum. Kostnaður við greiðslumat er samkvæmt verðskrá

Reikna ársvexti yfirdráttarláns

kr.
%
dagar

Vextir: