Grænn vöxtur

Grænn vöxtur er nýr sparnaðarreikningur sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar. Reikningurinn er óverðtryggður, óbundinn og því laus til úttektar hvenær sem er.

Eitt meginhlutverk banka er að miðla fjármagni frá þeim sem eiga sparnað til þeirra sem þurfa lán og gegna innlán þar mikilvægu hlutverki. Fjármunum sem safnast inn á Grænan vöxt er ráðstafað til vistvænna verkefna í samræmi við umgjörð um græn innlán Arion banka.  

Fyrst um sinn er að ræða fjármögnun eða endurfjármögnun vegna kaupa á bílum sem nýta umhverfisvæna orkugjafa og uppfylla ákveðin skilyrði um útblástur. Einnig er um að ræða fjármögnun verkefna sem snúa að hringrásarhagkerfinu og mengunarvörnum.

CIRCULAR Solutions hefur tekið út umgjörð bankans um græn innlán. Fyrirtækið gegnir hlutverki óháðs aðila og mun gera árlega úttekt á því hve vel fjármögnuð verkefni uppfylla skilyrði umgjarðarinnar og meta umhverfisáhrif þeirra.

Umgjörð um græn innlán
Ytri staðfesting CIRCULAR á umgjörð Arion banka um græn innlán

Með því að leggja sparnaðinn inn á Grænan vöxt styðja viðskiptavinir og Arion banki saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun númer sjö, níu, ellefu, tólf og þrettán.

        

Stofna reikning fyrir Grænan vöxt

Umhverfisvottað húsnæði
- engin lántökugjöld

Við bjóðum viðskiptavinum 100% afslátt af lántökugjaldi á íbúðalánum við kaup á umhverfisvottuðu íbúðarhúsnæði.

Liggja þarf fyrir staðfesting um að eignin hafi verið vottuð af einum eftirtalinna aðila:

  • Svansvottun
  • BREEAM - Very Good
  • LEED Gold

Græn bílalán

Viðskiptavinir greiða engin lántökugjöld við fjármögnun bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða öðrum 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Sem fyrr bjóðum við 50% afslátt af lántökugjöldum við fjármögnun annarra vistvænna bíla sem nota að hluta til endurnýjanlega orkugjafa og að hluta til jarðefnaeldsneyti og eru með minni útblástur en 99 g/km í vegið CO2 gildi.

Nánar um bílalán Arion banka

Græna vegferðin

Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir framtíðina og allt skiptir máli. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það hvernig við stýrum fjármagni getur haft afgerandi áhrif á framgang mála.

Við hjá Arion banka viljum stöðugt gera betur og viljum að verkefnin sem við styðjum viðskiptavini okkar í hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Við höfum sett okkur metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu sem felur í sér að við ætlum að beina sjónum okkar að verkefnum sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu.

Hér er um að ræða lítil en mikilvæg skref í langri vegferð sem er framundan í átt að grænni framtíð – saman látum við góða hluti gerast.

Nánari upplýsingar um umhverfismál Arion banka

 

Allt skiptir máli – stórt og smátt