Lífeyrisauki

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um Lífeyrisauka – Viðbótarlífeyrissparnað Arion banka. Á mínum síðum Lífeyrisauka getur þú svo m.a. fylgst með stöðunni þinni, breytt um fjárfestingarleið, afpantað pappírsyfirlit og sótt um útgreiðslu.

Opna Mínar síður Lífeyrisauka

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Með rafrænum skilríkjum getur þú skráð þig inn á Mínar síður, valið Samningar og byrjað að spara.

 

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sent okkur umsókn í tölvupósti. 

Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða

Lífeyrisauki býður upp á fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða með mismikilli áhættu til að mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu.

Við val á fjárfestingarleið er m.a. ráðlegt að huga að því:

  • Hve langt er í útgreiðslu
  • Hver eignastaða þín er
  • Hvert viðhorf þitt er til áhættu

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað 

Mínar síður Lífeyrisauka
Launagreiðendur
Verðskrá

Fjárfestingarleiðir Lífeyrisauka eru sjö, auk Ævilínu en með vali á Ævilínu færist inneign þín sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða og þannig minnkar áhætta eignasafnsins eftir aldri. Ef engin fjárfestingarleið er valin er iðgjöldum ráðstafað samkvæmt Ævilínu.

Fjárfestingarleið Ævilína1 Innlend hlutabréf2 Innlend skuldabréf Erlend hlutabréf Erlend skuldabréf Sérhæfðar erlendar fjárfestingar
Innlán
Lífeyrisauki 1  30 ára og yngri 15%  30% 48% 3%
4%
0%
Lífeyrisauki 2  31-40 ára 15% 45% 33% 3% 4%
0%
Lífeyrisauki 3  41-54 ára 10% 65% 18% 4%
3%
0%
Lífeyrisauki 4  55 ára og eldri 5% 80% 9% 4%
2%
0%
Lífeyrisauki 5 3  Lífeyrisþegar 0% 0%
0%
0%
0%
100%
Innlend skuldabréf   0%
100% 0%
0%
0%
0%
Erlend verðbréf    0%
0%
57% 38% 5%
0%


Hlutfallstölur í ofangreindri töflu eru markmið um eignasamsetningu skv. fjárfestingarstefnu sjóðsins. Samkvæmt fjárfestingarstefnunni er heimilt að undir- eða yfirvigta einstaka eignaflokka, þ.e. víkja frá markmiði um eignasamsetningu, að fyrirfram ákveðnum vikmörkum. Ef fjárfest er í sjóðum eða afleiðum er horft til undirliggjandi eigna. Fjárfestingarstefnan er endurskoðuð a.m.k. árlega og getur breyst vegna lagabreytinga og/eða skv. ákvörðun vörsluaðila.

1 Í Ævilínu færast iðgjald og inneign rétthafa á milli fjárfestingarleiða eftir aldri. Við hækkandi aldur er dregið úr vægi áhættumeiri fjárfestinga til að draga úr sveiflum í ávöxtun þegar styttist í útgreiðslu lífeyrissparnaðar.  2Í töflunni að ofan eru hlutir og hlutdeildarskírteini annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu flokkaðir sem innlend hlutabréf. Markmið leiðarinnar er að fjárfesta 100% í Lífeyrisbók, verðtryggðum innlánsreikningi Arion banka, sem ber vexti skv. vaxtatöflu bankans á hverjum tíma.  3Vakin er athygli á því að í gildi eru reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár en þær segja m.a. til um binditíma verðtryggðra innlána. Samkvæmt þeim gæti komið til þess að binda þyrfti séreign rétthafa í Lífeyrisauka 5, sem fjárfestir í innlánum hjá Arion banka, hafi samanlögð heildarinnlán leiðarinnar ekki uppfyllt binditímann.

Fjárfestingarleið sl. 12 mán.1 2019
2018 2017 2016 2015 2014 sl. 5 ár2 sl. 10 ár2 sl. 15 ár2
Lífeyrisauki 1
13,1% 20,4%
2,1% 8,2% -7,6% 8,0% 10,3% 6,4% 8,1% 6,4%
Lífeyrisauki  2 11,3% 16,1%
3,2% 7,6% -4,9% 10,4% 8,3% 6,1% 8,6% 7,3%
Lífeyrisauki 3 9,5% 12,3%
5,0% 8,0% -0,7% 10,5% 5,4% 6,5% 8,3% 7,9%
Lífeyrisauki 4 8,2% 8,9%
5,8% 7,4% 2,3% 12,3% 3,4% 6,4% 8,0% 7,9%
Lífeyrisauki 5 4,4% 4,3%
5,2% 3,8% 4,1% 4,1% 3,1% 4,2% 5,0% 8,0%
Erlend verðbréf 20,0% 19,5%
3,9% 6,1% -10,8% 0,6% 9,9% 6,8% 6,3% 7,6%
Innlend skuldabréf 6,6% 7,6%
7,1% 9,1% 4,1% 8,9% 1,9% 6,6% 7,2% 8,3%

Nafnávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 31. október 2020
Nafnávöxtun á ársgrundvelli m.v. 31. október 2020

Áskilinn er réttur til leiðréttinga
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð

Fjárfestingarleið sl. 12 mán1 2019
2018
2017
2016 2015 2014 sl. 5 ár2 sl. 10 ár2 sl. 15 ár2
Lífeyrisauki 1 9,3%
17,3%
-1,1%
6,4% -9,5% 5,9% 9,2% 3,9% 5,0% 1,7%
Lífeyrisauki 2 7,5% 13,1%
0,0%
5,8% -6,8% 8,2% 7,2% 3,5% 5,4% 2,6%
Lífeyrisauki 3 5,8%
9,4%
1,7%
6,2% -2,7% 8,4% 4,3% 3,9% 5,2% 3,2%
Lífeyrisauki 4 4,6%
6,1%
2,4%
5,6% 0,2% 10,1 2,3% 3,7% 4,8% 3,2%
Lífeyrisauki 5 0,9%
1,6%
1,9%
2,0% 2,0% 2,0% 2,0% 1,7% 2,0% 3,2%
Erlend verðbréf 15,9%
16,4%
0,7%
4,3% -12,6% -1,4% 8,8% 4,2% 3,2% 2,8%
Innlend skuldabréf 3,0%
4,8%
3,7%
7,2% 1,9% 6,8% 0,8% 4,0% 4,1% 3,6%

Raunávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 31. október 2020
Raunávöxtun á ársgrundvelli m.v. 31. október 2020

Áskilinn er réttur til leiðréttinga
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð

Eignasamsetning

 

 

Í Lífeyrisauka 1 er markmiðið að fjárfesta 65% í hlutabréfum og 35% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið. Vænt ávöxtun er því heldur hærri en í áhættuminni leiðum.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 30 ára og yngri.

Lífeyrisauki 1

Í Lífeyrisauka 2 er markmiðið að fjárfesta 50% í hlutabréfum og 50% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið, en eru þó minni en í Lífeyrisauka 1. Vænt ávöxtun er því lægri en í Lífeyrisauka 1.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 31-40 ára.

Lífeyrisauki 2

Í Lífeyrisauka 3 er markmiðið að fjárfesta 30% í hlutabréfum og 70% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun eru minni en í Lífeyrisauka 2 og vænt ávöxtun því lægri.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 41-54 ára.

Lífeyrisauki 3

Í Lífeyrisauka 4 er markmiðið að fjárfesta 15% í hlutabréfum og 85% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun eru minni en í öðrum ávöxtunarleiðum og vænt ávöxtun því lægri.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 55 ára og eldri.

Lífeyrisauki 4

Í Lífeyrisauka 5 eru iðgjöld lögð inn á innlánsreikning sem ber verðtryggða vexti skv. vaxtatöflu Arion banka á hverjum tíma.

Þessi leið er sérstaklega ætluð lífeyrisþegum og öðrum sem vilja lágmarka sveiflur á verðmæti inneignar sinnar svo og nýta sér kosti verðtryggingar.

Vakin er athygli á því að í gildi eru reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, en þær segja m.a. til um binditíma verðtryggðra innlána. Samkvæmt þeim gæti komið til þess að binda þyrfti séreign rétthafa í Lífeyrisauka 5, sem fjárfestir í innlánum hjá Arion banka, hafi samanlögð heildarinnlán leiðarinnar ekki uppfyllt binditímann.

Lífeyrisauki 5

Í Lífeyrisauki Innlend skuldabréf er markmiðið að fjárfesta 100% í skuldabréfum gefnum út af ríkinu, innlendum fyrirtækjum og innlánum. Markmið er að ná góðri ávöxtun þar sem áhersla er lögð á áhættudreifingu og trausta skuldara.

Þessi leið er ætluð þeim sem vilja taka þá áhættu sem felst í fjárfestingu á innlendum skuldabréfamarkaði.

Lífeyrisauki Innlend skuldabréf

Í Lífeyrisauki Erlend verðbréf er markmiðið að fjárfesta 60% í erlendum hlutabréfum og 40% í erlendum skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið. Fjárfest er bæði í stökum eignum og sjóðum, mikil áhersla er lögð á að ná sem mestri áhættudreifingu.

Þessi leið er ætluð þeim sem vilja fjárfesta á erlendum verðbréfamörkuðum til lengri tíma.

Lífeyrisauki Erlend verðbréf

Útgreiðslur 

Lífeyrisráðgjafar Arion banka veita sjóðfélögum útgreiðslu ráðgjöf í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19, 105 Reykjavík og í gegnum fjarfundi úr útibúum bankans á landsbyggðinni og Kringlunni. Sjóðfélagar geta einnig sótt sjálfir um útgreiðslu í gegnum Mínar síður Lífeyrisauka.

Panta fund með lífeyrisráðgjafa
Sækja um útgreiðslu á mínum síðum

Vegna aldurs

Við 60 ára aldur er séreign almennt laus til útgreiðslu og greiðist út eftir hentugleika.

Vegna örorku

Við 10% örorku eða meira er almennt hægt að fá séreign greidda út með jöfnum mánaðarlegum eða árlegum greiðslum.

Vegna andláts

Við andlát erfist öll séreign að fullu og greiðist út eftir hentugleika erfingja.

Útgreiðsludagar og umsóknarfrestur

Umsóknir þurfa að berast a.m.k. 5 virkum dögum fyrir útgreiðsludag.

Útgreiðslur eru annars vegar 15. dag hvers mánaðar og hins vegar síðasta virka dag hvers mánaðar v. reglulegra greiðslna.

Beri útgreiðsludagur upp á frídegi fer útgreiðsla fram síðasta virka dag á undan.

Skattlagning útgreiðslna

Tekjuskattur er greiddur af útgreiðslu séreignar í samræmi við lög um skattlagningu tekna á hverjum tíma. Umsækjendur bera ábyrgð á að upplýsa sjóðinn um nýtingu persónuafsláttar og viðeigandi skattþrepi útgreiðslna.

Nánar á vef RSK

Tryggingastofnun

Útgreiðsla séreignar getur haft áhrif á greiðslur frá TR.

Mælt er með að leita ráðgjafar hjá TR um áhrif útgreiðslu séreignar á greiðslur frá TR.

Nánar á vef Tryggingastofnunar

Erlendir ríkisborgarar utan EES og Bandaríkjanna / Non EEA and non USA citizens

Erlendir ríkisborgarar utan EES og utan Bandaríkjanna geta sótt um að fá iðgjöld sín endurgreidd þegar þeir flytja frá Íslandi skv. 19. gr. laga nr. 129/1997, að því gefnu að það sé ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.

Non EEA and non USA citizens can apply for reimbursement of their pension premiums when they move away from Iceland according to article 19 of laws number 129/1997, provided that it is permitted by international agreements.

Eyðublöð eru aðgengileg hér fyrir neðan / Application forms are accessible here below.

Erlendir ríkisborgarar innan EES og Bandaríkjanna / EEA and USA citizens

Erlendir ríkisborgarar innan EES og Bandaríkjanna geta ekki tekið út lífeyrissparnað sinn þegar þeir flytja frá Íslandi.

EEA and USA citizens cannot withdraw their pension savings when they move away from Iceland.

Vantar þig aðstoð?

Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum í síma 444 7000 eða með tölvupósti á lifeyristhjonusta@arionbanki.is

Lífeyrisráðgjafar taka á móti sjóðfélögum og launagreiðendum í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík og í gegnum fjarfundi úr útibúum bankans á landsbyggðinni og Kringlunni. Mælt er með því að bóka fundi fyrirfram.

Við erum með opið frá kl. 9-16 alla virka daga, sendu okkur línu og við höfum samband.

Reglur sjóðsins