Sjóðsuppgjör

Fyrirtækjum í viðskiptum gefst kostur á að skila sjóðuppgjörum í næturhólf eða inn í útibú bankans til talningar/vinnslu. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu þurfa uppgjörin að berast fyrir ákveðinn tíma til að verða unnin samdægurs. Nánari upplýsingar um tímasetningar má nálgast í næsta útibúi. Uppgjörum skal skilað inn í þar til gerðum pokum sem fást í útibúum bankans.

Hér fyrir neðan er form/eyðublað sem fylgja skal sjóðsuppgjörum til vinnslu í bankanum.