Fjárfesting í framleiðslu eða þróun á nýjum vörum og/eða þjónustu

Arion banki í samstarfi við European Investment Fund, EIF, býður nú fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hyggjast innleiða nýjungar í sinni starfsemi hvort sem um er að ræða innleiðingu á nýjum vörum, ferlum eða þjónustu. Tilgangur samstarfsins er að veita fyrirtækjum aðgang að fjármagni á lægri vöxtum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og með því styðja við nýsköpun, örva atvinnulíf, rannsóknir og þróun. 

EIF sjóðurinn ábyrgist hluta lánsins sem Arion banki veitir og lætur viðskiptavini bankans njóta í lægri vaxtakjörum.

European Investment Fund er sjóður í eigu European Investment Bank, sjóðurinn er í samstarfi við 74 fjármálafyrirtæki í 29 löndum Evrópu.

Arion banki er eina fjármálafyrirtækið á Íslandi sem er í samstarfi við European Investment Fund.

Hæfiskilyrði

Uppfylla þarf eitt af neðangreindum fjórum skilyrðum. 
Fyrirtæki sem hyggst fjárfesta í...
 • Framleiðslu eða þróun á nýrri vöru
 • Þróun eða innleiðingu á nýjum eða endurbættum vörum, ferlum eða þjónustu
Fyrirtæki með áherslu á rannsóknir og nýsköpun
 • Fyrirtæki sem hefur marktæka burði til nýsköpunar eða er „fyrirtæki með áherslu á rannsóknir og nýsköpun“
 • Fleiri atriði þarf til að uppfylla þetta skilyrði, nánari upplýsingar hjá viðskiptastjórum fyrirtækja Borgartúni 18
Fyrirtæki í örum vexti
 • Verið starfandi í innan við 12 ár
 • Árlegur innri vöxtur á veltu eða starfsmannafjölda verið yfir 20% að meðaltali yfir þriggja ára tímabil
 • A.m.k. tíu starfsmenn við upphaf skoðunartímabils
Fyrirtæki sem starfað hefur á markaði skemur en 7 ár
 • Kostnaður við rannsóknir og þróun verið að lágmarki 5% af heildarrekstrarkostnaði á einu af síðustu þremur árum fyrir umsókn
 • Sé um að ræða sprotafyrirtæki án nokkurar fjármálasögu þá samkvæmt fyrirliggjandi fjármálalegum upplýsingum eða áætlunum

Ávinningur í formi lægri vaxta

 • Viðskiptavinir njóta ábyrgðarinnar frá EIF í formi lægri vaxta
 • Aðgangur að lánsfé verður meiri
 • Dregur úr fjármagnskostnaði
 • Ábyrgð EIF kemur ekki í stað trygginga fyrir útláni heldur nýtur viðskiptavinur ábyrgðar EIF í formi lægri vaxta

Um lánið

 • Lánsform – Lánssamningur í flestum tilfellum
 • Lánstími 1-10 ár
 • Lánsfjárhæðir frá um 3m - um 900m
 • Lántaki nýtur ávinnings í formi lægri vaxta
 • Lánið má veita í ISK / EUR / USD – háð lánareglum
 • Lánin eru eingöngu ætluð lögaðilum
 • Lánin eru ekki veitt til endurfjármögnunar á eldri lánum, hvorki hjá Arion banka eða öðrum fjármálastofnunum
 • Lánið er ætlað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (SME)
 • Allt að 500 starfsmenn, einnig háð veltu (hámark 50 m. EUR)

Lánaferlið

Viðskiptavinur skilar inn umbeðnum gögnum
EIF nefnd metur hvort viðkomandi uppfylli öll skilyrði skv. innsendum gögnum
Erindið fer fyrir lánanefnd
Viðskiptavinur fær svar um niðurstöðu lánanefnda

Hentar þetta þínu fyrirtæki?

Settu þig í samband við þinn tengilið og hann fer yfir stöðuna með þér.