Faktoring

Faktoring opnar ný tækifæri í fjármögnun fyrirtækja og liðkar fyrir rekstri þeirra með betra fjárstreymi. Þjónustan gefur kost á fjármögnun í gegnum útistandandi viðskiptakröfur og stuðlar þannig að auknum vexti og hagnaði hjá fyrirtæki þínu.

Hægt er að sækja um fjármögnun á viðskiptakröfum allt að 90% sé um greiðslufallstryggða kröfu að ræða en annars er fjármögnunarhlutfallið 70-80%. Sú upphæð sem samið er um greiðist út, en það sem eftir stendur greiðist þegar reikningurinn hefur verið greiddur að fullu. Þóknun er dregin af uppgjöri hverju sinni en vextir af fjármögnun skuldfærðir mánaðarlega.

Faktoring er fyrst og fremst hagkvæm fjármögnunaraðferð sem bætir greiðsluflæði og dregur úr áhættu vegna vanskila auk þess sem betri yfirsýn fæst yfir viðskiptamannabókhaldið.

Fjármögnun

Faktoring brúar bilið milli lánsviðskipta og staðgreiðslu. Með faktoringu verður fjármögnunin einföld í framkvæmd. Óvissa um greiðsluflæði minnkar þar sem lánsviðskipti verða í raun að staðgreiðslu. Hægt er að nýta greiðsluflæðið til þess að stytta greiðslufrest frá birgjum, sem aftur ætti að geta tryggt hagstæðari innkaupsverð.  Faktoring bætir greiðsluflæði og lækkar kostnað. 
 

Innheimta

Innheimtuaðferðir eru sérsniðnar fyrir hvern og einn af okkar viðskiptavinum. Við aðstoðum við að móta skilvirka innheimtuleið. Samningar eru sveigjanlegir og þeim má breyta eftir þörfum.

Fyrirfram ákveðið innheimtuferli tryggir hraða og skilvirka innheimtu, þar með er fjárhagstjón vegna vanskila lágmarkað.

Hentar þetta þínu fyrirtæki?

Settu þig í samband við þinn tengilið og hann fer yfir stöðuna með þér.